Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 54
Jllín
52
Þetta var líka sveitaheimili að sönnu: Stórt tún og 10
kýr í fjósi. — Húsfreyjan ljet fáa daga hjá líða að koma í
fjósið, fylgdist með öllu, mjólkaði líka oft með fjósa-
manninum. — Einhverntíma var líká besta mjólkurkýr
landsins í fjósi Ragnhildar. — Og inni var unnið: Spunn-
ið, saumað, ofið og litað.
Bæði skildu þau merku og góðu hjón það, 11ve mikils
virði lieimilisiðnaðurinn er íyrir land og þjóð. — Búa að
sínu er landi og þjóð til nytsemdar. — Þar var og guðsorð
og góðir siðir, bæn og þakkargerð i heiðri haft.
Háteigur stendur hátt, útsýnið, vítt til hafsins og jök-
ulsins, var yndisfagurt. — Engeyjan fagra blasir við, ið-
græn sem smaragður, í bláum feldi. — Hún blasti við úr
vesturgluggunum, og þangað býst jeg við, að Ragnhildur
hafi horft á morgni hverjum og heilsað eyjunni sinni, þar
sem hún ólst upp við nrikið ástríki og mikil og fjölbreytt
störf á láði og legi. — Að þeim áhrifum liefur hún búið
alla æfi, þjóðlegum, hollurn og blessunarríkum. — Einnig
mintist hún oft umferðakenslu sinnar á Suðurlandi eftir
veru sína erlendis. — Sú kynning af sveitum og sveitalífi
var henni mikils virði og ógleymanleg. — Þá var hún og,
eftir umferðakensluna 1 \ já Búnaðarfjelaginu, starfandi
kennari við liúsmæðradeild Kvennaskólans í Reykjavík.
Eftir að þau Háteigshjón keyptu „Húsið“ á Eyrar-
lrakka, hófst ný starfsemi og miklar framkvæmdir: Endur-
bætur og garðyrkja, jafnvel vefnaður.
Þegar jeg fluttist burt frá Háteigi, var svo umsamið hjá
okkur vinkonunum, að jeg kæmi í heimsókn og dveldi
mánaðartíma ár iivert. — Þessari reglu höfum við fylgt
þessi 25 ár, og mjer jafnan tekið þar opnum örmum.
Gestrisni var íramúrskarandi hjá þeim Háteigshjón-
um. — Þannig kyntust þau fjölda fólks um land alt, og
urðu fróð um hagi almennings. — Ragnhildur á vini um
land alt, enda ferðakona, reiðkona mikil framari af æfi. —
— Hún las mikið og fylgdist þannig með hag lands og
þjóðar. Var og vel minnug.