Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 137
Hlin
135
að jeg náði í tauminn, og mjer var borgið. Jeg komst a£
baki, og þegar jeg sneri mjer við, sá jeg, hver orsök var
til, að hesturinn lirökk við. Jeg mætti þarna dreng, sem
var að lötra á eítir kúnum, og hefur hrossinu brugðið
svona við, þegar fremsta kýrin kom upp úr lautinni.
Þarna var sannarlega rnjótt á milli, eins og maður segir
stundum, og það vildi til að hesturinn var í rauninni ekki
fælinn, heldur aðeins viðbragðsgjarn. En mest hjálpaði
þó það, að jeg sjálf gat verið algerlega róleg í trausti þess,
að Guð myndi láta þetta enda vel.
Jeg hef stundum hugsað um það, þegar slysafrjettir
berast til eyrna minna, hvort ekki hafi nú gleymst að biðja
fyrir sjer í byrjun ferðar. — Jeg hef þá skoðun, að sá, sem
af einlægni biður til Guðs í byrjun ferðar, liann muni að
öðru jöfnu vera varkárari en hinn, sem ekki gerir það, og
þó sjerstaklega rólegri og óhræddari, ef eitthvað lítur illa
út. — Eljer á íslandi er miklu fje varið til slysavarna, og
er það vel, en gleymum ekki því, sem er besta vörnin.
Þ. J.
GÖMUL STAKA
Heyrðu snauðra harmaraust,
liamlaðu sjúkra pínu,
vertu öllum aumum traust
eftir mætti þínum.
GAMALT BÆNAVERS
Gott er að treysta, Guö á þig,
gleður það mannsins hjarta.
Yfirgefðu aldrei mig,
.englaljósið bjarta.