Hlín - 01.01.1961, Page 65
Uppeldis- og fræðslumáL
DAGURINN í DAG
„Hvar skal byrja?
hvar skal standa?
hátt til fjalla?
lágt til stranda?“
Þetta fló mjer í hug, er ritstjóri „Hlínar“ bað mig að
skrifa um Einn dag.
Mjer fanst jeg vera sett í þröngan stakk og vanda, sem
kom mjer í þankabyltingar slitrótta hugsana.
Hvernig skal byrja dag?
Vert er h'ka að hugsa um Jrað, hvar skal standa til
Jress að fá útsýni yfir æskilegan verkahring dagsins.
Mikli vandinn er svo að sætta sig við, hvort staðið er
hátt eða lágt, ef forlög skyldu ráða nokkru.
Og láta daginn hepnast.
l'’orfeður vorir voru ekki í vafa um, hvernig byrja
skyldi daginn: Þeir signdu sig móti rísandi sól, og þótti
það sjálfsagt. — Einnig lásu þeir bæn, er þeir riðu úr
ldaði eða stigu út á bátkænuna sína. — Þeir vissu vel, að
ekki var á manna valdi, hvort hún náði aftur landi. —
Var þó sjaldnast veimiltítum fley mannað.
Vera má, að nútíma fólk hafi tekið sv<jna hugarfar í
arf, þótt Jrað hafi sína hætti. — Enginn veit hvað í annars
lmga býr.
Óska vildi jeg Jress, að siðugur mannsbragur mætti
ætíð vera yfirsterkari oflátungshætti.
Vel er sá dagur hafinn, sem byrjar með góðum siðum
og góðum fyrirætlunum.
Starfið er meginþáttur dagsins, Jtví þarf að fylgja starfs-
gleði og sterkur vilji.
Tvær andstæður verða á veginum: Önnurersú ,að gera