Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 127
Hlín
125
opinberar skrifstofur, sem ekki voru ýkja margar í þann
tíð, allar lokaðar. Þá var og gei'ið frí í öllum skólum, svo
að æskan gæti í'agnað hinu nýja skipi.
Þessi dagur var stórhátíð þjóðar.
Veður hafði verið rysjótt undanfarna daga, og þennan
dag var kuldanepja. Þó var veðrið ekki svo ilt, að ami værí
að. Til þess hafði verið ætlast, að Faxaflóabáturinn Ing-
ólfur færi á móti Gullfossi út í flóann, en hann var veður-
teptur uppi í Borgarnesi. Úr þessu var bætt á þann hátt,
að stjórn Eimskipafjelagsins fjekk Elías Stefánsson útgerð-
armann, til að lána botnvörpunginn íslending til farar-
innar. Með því litla skipi fór svo stjórn fjelagsins ásamt
gestum sínum og ráðherra Sigurði Eggerz, sem þá var eini
ráðherrann hjer á landi, út í Faxaflóa til að taka á móti
Gullfossi.
Þegar skipin mættust, var mikill fögnuður ríkjandi. Ráð-
herrann flutti eina af sínum ágætu ræðum, var fullur
hamingjuríkrar hrifningar. Þakkaði síðan lierra Sveinn
Björnsson, formaður stjórnar fjelagsins, fyrir þess liönd.
Svo einkennilega vildi til, þegar Gullfoss kom, að fyrsti
maður, sem skipstjórinn, Sigurður Pjetursson, sá og
þekti, var faðir hans, Pjetur bóndi í Hrólfsskála, sem
hafði að vanda farið á smábáti að vitja netja sinna, og
munu þeir feðgar hafa skifst á kveðjum, sonurinn glæsi-
legi af stjórnpalli hins fagra skips, en bóndin aldraði úr
skektunni sinni litlu, og sannarlega mátti segja, að þarna
mættust nýi og gamli tíminn.
Svo rann þá hið fagra skip fánum prýtt inn á ytri höfn-
ina í Reykjavík, og þegar akkerinu var hleypt í botn,
gullu við húrrahróp frá þúsundum manna, sein safnast
höfðu saman við bæjarbryggjuna, steinbryggjuna gömlu,
og meðfram ströndinni alla leið austur á Batterí. Það var
mál manna, að ekki hefði slíkt fjölmenni verið saman
komið í höfuðstaðnum, síðan tekið var á móti Friðriki
Danakonungi VIII og ríkisþingmönnunum sumarið 1907.
Óteljandi smábátar fóru á móti skipinu, og kostaði far-