Hlín - 01.01.1961, Side 33
Hlín
31
að hafa þann hátt á, að jeg þóttist ekkert hafa eða eiga af
umræddum bókum, en þegar hún var að fara, lánaði jeg
henni það, sem jeg hafði, annars hefði hún bara sest með
bókina, og jeg ekkert getað notið þess að tala við hana. —
Við hlógum stundum að því, þegar jeg var að gabba hana
svona, en það varð engu ráðið við hana, blessaða! — Mjer
fanst jeg ekki mega missa af því, þegar við hittumst, að
hún segði mjer frá einu og öðru. Það var einhver sjerstak-
ur hlýleikablær yfir alilri hennar frásögn. — Það var alveg
sjerstakt, hvernig hún sagði frá atburðum og persónum,
og sílesandi var hún, sjerstaklega seinni árin, eftir að hún
hætti allri búsýslu. — Mest voru það íslensk fræði sem
hún las og ættfræði. — Var hún stórfróð í þeirn greinum
og minnið var svo gott, að jeg held að hún hafi engu
eða fáu gleymt, er hún nam, og það frá því hún var barn.
— Móðir hennar og föðurafi voru hennar fyrstu fræðarar,
bæði um ættir, persónusögur og viðburði hjeraðsins, sjer-
staklega urn Vatnsdalinn hennar kæra.
Síðustu árin veit jeg, að þeir sóttu margan fróðleik til
Sigurlaugar.: Magnús á Hóli, safn- og ættfræðingur, og
Páll Kolka, læknir, fræðimaður. — Mjer er kunnugt um,
að þeir kunnu vel að meta gáfur hennar og fróðleik.
Sigurlaug verður mjer ávalt minnisstæð, sem ein af
Jreim bestu og göfugustu konum, sem jeg hef kynst, og
jeg er þakklát fyrir hverja sttund, er jeg fjekk að fræð-
ast og njóta Jæss að lilusta á hana segja frá. — Það er eins
og jeg sjái hana fyrir mjer núna.
Hvar sem leið hennar liggur, ]rá veit jeg, að hún er og
verður altaf sarna góða, kærleiksríka, leitandi sálin, hún
Lauga mín frá Ási.
Guðrún Daníelsdóttir, Laugavegi 76, Reykjavík.