Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 48
Hlin
46
Hún Jeit að vísn alclrei á klukkuna, eða spurði hvort
vinnutíminn væri ekki búinn. Hún miðaði aðeins við
það, hvort iiún hefði lokið því, sem hún ætlaði sjer þenn-
an daginn, svo hiin gæti afgreitt þann næsta eins og um
var talað.
Auk saumastarfanna átti Sesselja ýmis áhugamál, og
minnist jeg á fátt eitt lijer. Hún fylgdist vel með almenn-
um málum og skemti sjer vel við samræður í vinahóp og
1 jet þá hiklaust í ljós álit sitt. — Hún skoðar flesta hluti
í ljósi raunsæinnar, en lætur öðrum eftir að byggja skýja-
borgir og loftkastala. — Hún skemtir sjer við að lilusta á
útvarpið, líta í blöðin, tírnaritin eða nýja bók. — Væri
veðrið gott, gaf hún sjer tómstund til að fá sjer stutta
skemtigöngu og naut þess mæta vel. Minnist jeg þess eitt
sinn, er við komum af stuttri kvöldgöngu og stönsuðum
úti á tröppunum, að hún leit yfir sveitina sína í unaðs-
legri kvöldblíðunni, þá varð henni að orði: „Mikið á
maður skaparanum að þakka fyrir að fá að lifa svona ynd-
islegan dag!“
A Guðmundarstöðum hefur Sesselja liaft lieimili sitt
nær alla æfina. Fyrst hjá foreldrum sínum, því næst hjá
Ásbirni Stefánssyni, bróður sínum, og konu hans, Ástríði
Sveinsdóttur, og eftir andlát lians Iijá Ástríði og börnum
hennar. Síðustu árin, að Ástríði látinni, dvelur hún hjá
bróðursonum sínum, Stefáni og Sighvati, og fóstursystur
sinni, Jóhönnu Lúðvíksdóttur, sem nú búa á Guðmund-
arstöðum.
Allir Vopnfirðingar þekkja hina órjúfandi trygð, sem
Sesselja ber til heimilis síns og allra sem því tilheyra. —
Þangað fer lnin jafnan til að njóta hvíldar og friðarstunda
eftir þreytandi störf og ferðalög. — Hún hefur tekið inni-
legan þátt í velgengni þess og glaðst með því á góðum
dögum. En liún hefur líka borið með því þungann, þegar
sorgir og erfiðleikar hafa barið að dyrum.
Nú er þessi aldraða merkiskona orðin 87 ára gömul.
En líkams- og sálarkraftar hafa enst lienni svo vel, að