Hlín - 01.01.1961, Side 126
124
Hlín
Verslunin, sem jeg vann við, gerði út sex þilskip á
þorskveiðar með handiæri, og munu tóli menn að meðal-
tali haia verið á hverju skipi. Vorið 1915 vantaði okkur
nokkra menn á skúturnar, og til að ráða þá, fór jeg með
Sterling gamla til Reykjavíkur þann 14. apríl, eða tveim
dögum áður en Gulll'oss var væntanlegur. Atvinnuleysi
var þá óþekt fyrirbrigði í lífi Reykvíkinga. Jeg auglýsti
í blöðunum eítir sjómönnum í heila viku, en fjekk ekki
einn einasta mann. Loks tókst mjer að fá Þorvald pólití
til að lána mjer sumarlangt fjóra þekta drykkju- og vand-
ræðamenn, sem eitthvað smálegt höfðu brotið ai sjer, og
skuldbatt jeg mig til að skila þeim aitur um haustið.
Þetta lánaðist mjög vel. Fjórmenningarnir voru duglegir
að draga þann gula um vorið og sumarið, og um haustið
voru staðin skil á þeim, ásamt góðu sumarkaupi.
Ymsir ileiri Breiðfirðingar fóru suður með Sterling,
og áttu þeir fyrst og fremst það erindi að taka á móti Gull-
fossi. Úr Stykkishólmi fóru Sæmundur Flalldórsson, hús-
bóndi minn, Sigurður prófastur Gunnarsson, Ingólfur
Jónsson, verslunarstjóri, Ásgeir prófastur í Hvammi í
Dölum og Konráð Stefánsson kandidat, er þá bjó í Bjarn-
arhöfn. Úr Flatey fór Guðmundur kaupmaður Bergsteins-
son og úr Ólafsvík Hermann gamli Jónasson, sem þar
liafði þá dvalist undanfarin ár við skuldheimtu.
Þegar suður kom, var undirbúningur haíinn undir
komu Gullfoss. Verslunarmannafjelagið Merkúr gekst
fyrir samtökum um lokun sölubúða móttökudaginn 1(5.
apríl, en þann 15. auglýsti Th. Thorsteinsson, kaupmaður
í Liverpool, lokun sinna búða, „fyrstur allra og ótilkvadd-
ur“, eins og stendur í dagblaði frá þessum tíma. Þessi á-
kvörðun kaupmannsins mæltist mjög vel fyrir.
Hinn mikli dagur, 16. apríl 1915, rann upp. Allir voru
í hátíðaskapi og fullir eftirvæntingar að sjá hina glæstu
gnoð, fyrsta millilandaskip Islendinga. Bærinn var fánunt
skreyttur eitir föngum. Sölubúðir voru lokaðar hvarvetna
í bænum og sama var um vinnustofur, og auðvitað voru