Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 83
Hlin
81
höfnum kenslukonunnar, meðan hún undirbjó alt hnoss-
gætið, útskýrði margt í sambandi við það og gaf okkur
uppskriftir af rjettunum.
Annars er óþarfi að lýsa kensluaðgerðum Steinunnar
Ingimundardóttur. Htin er orðin landskunn í sínu fjöl-
þætta og erfiða fræðslustarfi, og hefur að sjálfsögðu als-
staðar fengið þá viðurkenningu, sem hæfni hennar vetð-
skuldar.
En mikið misræmi sýnist það vera, að ekki skuli vera
til í landinu nema einn heimilisráðunautur, sem ferðast
um landið til að leiðbeina okkur konunum, en bænd-
urnir liafa marga ráðunauta, sem leiðbeina þeim um eitt
og annað varðandi búskapinn. Manni finst það liljóti
að vera ólíkt minna, sem þeir ráðunautar þurfa á sig að
leggja.
En ekki meira um það.
Tii síðasta þáttar námskeiðsins var svo boðað 13. okt.,
og stóð hann bara þann eina dag. Var sömu kvenfjelögum
boðin þátttaka og á fræðslufundunum. Var það sýnikensla
á grænmetisrjettum, sem þar fór fram.
Að dómi okkar allra var ekki liægt að taka heppilegra
efni til meðferðar, en það, hvernig mætti notfæra sjer
þessa hollu fæðu á sem hagkvæmastan hátt. Mundi það
svo leiða til þess, að áhugi okkar vaknaði fyrir að hefjast
handa um aukna matjurtarækt. Því sannleikurinn er sá,
að garðrækt hefur dregist mikið sarnan á síðastliðnum ár-
um, þó að til sjeu heimili hjer, sem sýna mikinn áhuga og
dugnað í þeim málum.
Virðist svo, að hinir lostætu rjettir, sem kenslukonan
bjó okkur, hafi einhver áhrif haft, því að við kvenfjelags-
konurnar hjerna í hreppnum höfum nú í fjelagi pantað
matjurtafræ og vonum, að við verðum nú duglegar í fram-
kvæmdunum.
Það er enginn vafi á því, að svona námskeið gera mikið
gagn og væri óskandi að kvennasamtökin hefðu ástæður
til að liafa þau á sínum vegum sem oftast. En auðvitað er
6