Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 133
Hlin
131
Og svo sannast hjer. — Samheldni Bjarnfirðinga um 30
ára bil hefur komið þessu verki áleiðis, og verði svo fram
haldið næsta áfangann á þessu sviði sem öðrum, má þess
vænta, að Bjarnarfjörður verði einn af gróðurreitum
menningar og manndóms íslenskra bygða. — Þ. M.
Skýrsla
iim starsemi mina fyrir heimilisiðnað á íslandi árið 1931.
Send Alþingi.
1. Ferðast fyrri part ársins til og frá um Austurland.
haldnir fundir með konum, flutt erindi og námsskeið
lialdin í skólahandavinnu barna og bókbandi. — Jeg
reyndi að hafa áhrif á skólanefndir og skólastjóra um að
taka upp holla og haganlega handavinnu í skólum sínum,
bæði barna- og unglingaskólum. — Nokkrir skólamenn,
karlar og konur, tóku þátt í námsskeiðunum. — Jeg hafði
sýningar hvervetna, sem jeg kom, um leið og jeg hafði
fundi og flutti erindi fyrir konunum, liafði og sýningu
á skólaiðnaði fyrir skólanefndir. — Húsmæðraskólann á
Hallormsstað heimsótti jeg í þessari ferð og flutti þar er-
indi fyrir nemendur.
2. Þá sótti jeg fund Sambands norðlenskra kvenna, sem
haldinn var á Reykjum í Hrútafirði, hafði þar sýningu
og lagði ráð á um samvinnu á tóskap til sölu. Varð það
að ráði, að fjelagskonur hófu samtök um að koma upp
talsverðu af söluiðnaði, sem nú hefur verið seldur á ís-
lensku vikunni með góðum árangri. Það er í ráði, að þær
haldi áfram þessari starfsemi í stærri stíl fiamvegis.
3. Mánuðina júlí, ágúst og september ferðaðist jeg til
og frá um alt Norðurland, í því skyni að eggja konur til
samtaka um að framleiða sokka og band til sölu næstu ár.
— Jeg hef von um, að konur um land alt reyni að sinna
9*