Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 155
Jllin
153
Jeg verð gripin innilegri gleði, þegar frjettir berast um að komið
sje niður á vatn á einhverju býlinu. Jeg jrekki vatnsleysi. Foreldrar
mínir bjuggu um skeið á býli, senr orðið gat vatnslaust tíma og tíma,
einkum á vetrum í vondri tíð. Einu sinni man jeg að móðir mín
bræddi snjó í átta vikur handa sjö eða átta manns og tveim gripum
í fjósi. Sparlega þurfti að fara með þetta vatn. Eldiviður var líka af
skornum skaniti oftast, og manni fanst dropinn lítill, þó að snjórinn
væri mikill, sem látinn var í pottinn.
Frá Danmörku. Danir nota mikið trjeskó á íæturna. Fyrir nokkr-
um árum mátti Jrað heita þjóðlegur fótabúnaður Jjar í landi. Þá
var mikið um klossasmiði, sem gerðu skóna úr trjebút, holuðu hann
innan. Þessir skór voru óslítandi, liollir fyrir fæturna, en nokkuð
þungir, en þetta komst í vana. Jeg man eftir, fyrst þegar jeg kom til
Danmerkur, fyrir og um aldamót, hvað jeg varð hissa að sjá alla
með klossa á fótunum, jafnvel börn. Maður heyrði skellina í götu-
steinum, Jjegar börnin voru að leik í klossum sínum. Nú er farið að
taka upp þá nýbreytni að hafa einungis botnana úr trje, yfirleður
úr öðru efni. Ekki vilja Danir segja alveg skilið við trjeskóna. Á
strlðsárunum ] 940—45 tóku Danir upp aftur gamla klossaiðnaðinn
og gafst vel. Klossar með nýja laginu eru notaðir mikið í matvöru-
og mjólkurbúðum, J>ar sem steingólf eru yfirgnæfandi. Jafnvel lækn-
ar á skurðstofum nota Jjennan gamla fótabúnað.
Þjóðgarður á Jótlandi. Fyrir 50 árum keyptu Danir, búsettir í
Ameríku eða útflytjendur, land á fögrum stað á Jótlandi (Rebild
Bakker) og hafa þar árlega samkomur 4. júlí á þjóðhátíðardag
Bandaríkjanna. Hafa Jreir komið þar upp Jjjóðgarði, friðað svæði.
Þangað hefur nú í fjörutíu ár komið heim fjöldi fólks af dönskum
uppruna, skemt sjer og heimsótt frændur og vini. Á síðastliðnu
sumri tók öll konungsfjölskyldan Jíátt í hátíðahöldunum.
A Jótlandi er mikil fjárrceht. Frá alda öðli hafa sölumenn farið
J>ar um og selt ullarvarning sinn, sem er unninn á heimilunum
(Ullar-Jótarj. Þó verksmiðjurnar sjeu nú að mestu teknar við fram-
leiðslu ullarinnar, lialda Ullar-Jótarnir áfram iðju sinni.
Sira Pjetur á Viðivöllum í Skagafirði, merkisprestur, faðir Pjeturs
biskups, Jóns háyfirdómara og Brynjólfs, átti aðeins eina dóttur,
Elínborgu. Var Jressi gáfaða einkadóttir eftirlæti föður síns. Honum
líkaði ekki gifting hennar. Er haft cftir honum: „Sigurður kom
hingað að Viðivöllum með cigur sínar í cinum lambsbelg, en fór
hjeðan með það, scm mjer þótti vænst um.“ Sigurður var prestur á