Hlín - 01.01.1961, Qupperneq 99
Strandasýsla.
Erindi, flutt á fundi Sambands norðlenskra kvenna 13. júni 1958
að Seevangi i Strandasýslu af Benedikt Grimssyni, hreppstjóra
á Kirkjubóli.
Góðu fundarkonur!
Jeg hef verið beðinn að segja hjer nokkur orð um Strandasýslu:
Búnaðar- og verslunarhætti, alþýðumentun og önnur menningar-
mál, sem á dagskrá voru fyrir og um aldamótin. Og verður stiklað
á stóru.
Nokkrar jarðir i Strandasýslu bera nafn landnámsmanna. Firð-
ina, nokkru fyrir sunnan Dranga í Arneshreppi, námu þrír bræður;
Eyvindur nam Eyvindarfjörð, Ófeigur Ófeigsfjörð og Ingólfur Ing-
ólfsfjörð. Þeir voru synir Herrauðar hvítaskýs, göfugs manns, sem
Haraldur hárfagri ljet drepa, og fóru þá synir hans til íslands.
Frá Ingólfsfirði til Ófæru, sunnanvert við miðja Veiðileysu, nam
Eiríkur snara alt land. Á því svæði er Trjekyllisvík og Reykjar-
fjörður, og bjó Eiríkur í Trjekyllisvík.
Ströndina frá Ófæru til Kleifa nam Önundur trjefótur Ófeigsson
burlufóts. Þar eru víkur þrjár: Birgisvík, Kolbeinsvík og Kaldbaks-
vfk. Önundur bjó f Kaldbaksvík, og var hann frægastur allra land-
námsmanna á Ströndum. Bjarnarfjörð í Kaldrananeslireppi hafði
Björn nokkur numið áður en Önundur kom út, og sömuleiðis Stein-
grfmur nokkur allan Steingrímsfjörð, sem er stærsti fjörðurinn í
Strandasýslu. Steingrímur bjó í Tröllatungu, og var kallaður Stein-
grímur trölli. Kolli nam Kollafjörð og Skriðnesenni og bjó að Felli.
Bitrufjörðinn nam víkingurinn Þorbjörn bitra. — Bálki Blæingsson
var fjelagi Önundar trjefóts og nam Hrútafjörð allan, og bjó að
Bálkastöðum, en síðast í Bæ og dó þar.
Eins og kunnugt er, er þess getið i sögunni, að orsökin til þess að
sá og sá maður flýði til íslands, var ofríki Haralds konungs hárfagra.
Þeir ljetu lönd sín og óðul f Noregi til þess að þurfa ekki að gerast
handgengnir einvaldskonungi. Það lætur því að lfkum að hinir nor-
rænu landnámsmenn voru ekki þeir lökustu meðal Norðmanna,
þvert á móti: Það voru þeir framtaksmestu og sjálfstæðustu. Þessir
menn voru flestir vel ættaðir eða göfugir, og á íslandi fundu þeir
fremur en f heimalandi sínu það, sem þeir þráðu, það er frelsi og
sjálfræði. Forfeður okkar íslendinga hafa því veriö traustur stofn.
Alt frá landnámstfð hafa Strandasýslubúar lifað jöfnum höndum
af landbúnaði og sjávarútvegi. Margt má telja Strandasýslu til gild-
is, er til almennra búsælda sýslubúa heyrir, fremur en alment á
7