Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 46
44
Hlín
á Guðmundarstöðum, enda varð hennar sæti vel skipað í
fylkingu hinnar ágætu aldamótakynslóðar.
Sesselja naut góðs uppeldis í foreldrahúsum, ásamt 5
efnilegum systkinum. — Hún var fríðleikskona, há og
beinvaxin, hárið rnikið og fallegt og framkoman prúð og
örugg. Hún var vel greind, glaðlynd, söngelsk og ljett í
máli við hvern, sem liún ræddi við. Hún var því ákjósan-
legur fjelagi í góðra vina hópi. En hún hafði einnig hlotið
í vöggugjöf mikla athafnaþrá og sterka skapgerð til að
nota sína góðu hæfileika í þarfir ævistarfsins, sem nú er
orðið bæði langt og gott.
Á uppvaxtarárum Sesselju voru fáar leiðir opnar til
mentunar fyrir efnalitlar sveitastúlkur. Flestar urðu að
sitja heima og láta sjer nægja það, sem þar var hægt að
nema. En þetta Ijet Sesselja sjer ekki nægja. Meðfædd
mentaþrá og löngun til að læra eitthvað, sem veitt gæti
henni sjálfstæða atvinnu, mun hafa valdið, að hún aflaði
sjer meiri mentunar en algengt var. — Um tvítugsaldur
stundaði hún nám í hússtjórnarskóla í Reykjavík. Síðar
dvaldi hún um tíma við mjólkurskólann á Hvanneyri,
kynti sjer þar smjör- og ostagerð. — Til Seyðisfjarðar fór
hún og lærði þar klæðskeraiðn. Og árið 1916 brá hún sjer
til Kaupmannahafnar til að fullkomna sig í þeirri iðn-
grein. — Minntist hún jafnan með ánægju dvalar sinnar
þar, og á um hana margar ánægjulegar endunninningar.
— Bóklega mentun hlaut Sesselja ekki í æsku aðra en þá,
sem hennar ágæta æskuheimili veitti. — Þar var stundum
tekinn kennari til að kenna börnunum. En um skipu-
lagða barnakenslu, styrkta af almannafje, var þá eklci
að ræða. Sesselja var bókhneigð og las alt sem völ var á.
— Hún las og skildi dönsku sjer til fullkomins gagns,
skrifaði fallega rithönd og varð sjálfmentuð miklu betur
en alment gerðist.
Sesselja stundaði barnakenslu við barnaskólann á
Vopnafirði flesta eða alla vetur frá 1895—1912. Rækti
hún það starf með sömu alúð og áhuga og alt annað, sem