Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 35
Illin
33
Þórunn Gísladóttir.
(Þórunn Grasakona.)
Þórunn var fædd að Ytri-Ásum í Skaftártungu í Vestur-
Skaftafellssýslu, en ólst að nokkru upp að Býjaskerjum á
Miðnesi, en Skaftfelling-
ur var hún í húð og hár.
'Þórunn giftist Filip--
pusi Stefánssyni í Kálfa-
fellskoti í Fljótshverfi
1867. — Þar bjuggu þau
í 30 ár, eignuðust 14
börn, sjö þeirra Ijetust
á undan Þórunni, hin
sjö náðu háum aldri og
eru nokkur enn á lífi,
þegar þetta er ritað. —
Nöfnin, sem mjer er
kunnugt um, eru þessi:
Sigurður, Stefán, Gissur,
Eyjólfur, Erlingur. —
Systurnar: Guðný, Jó-
hanna, Geirlaug, Guð-
rún, Regína, Þórurin (dó 23 ára, var fædd sama dag og
Gísli silfursmiður, sonur Ragnhildar, systur Þórunnar).
Ein dóttir Þórunnar dó í mislingunum 1882.
Árið 1871 var Þórunn kosin til að vera ljósmóðir, og
varð að fara vestur að Móeiðarhvoli til Skúla læknis að
læra 1 jósmóðurfræði. — Að námi loknu fjekk hún að
stunda ljósmóðurstörf og fjekk auk þess nokkuð af al-
gengustu lyfjum, því þá var læknislaust í báðum Skafta-
feldssýslum. — Þórunn eignaðist um þessar mundir tvær
bækur, sem hún hafði miklar mætur á: Grasafræði Hjalta-
líns og Grasnytjar síra Björns í Sauðlauksdaal. — Er þar
getið allra helstu íslensku læknisgrasa, og fór Þórunn
3