Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 153
Hlin
151
Frá Svalbardi i ÞislilfirÖi er skrifáð sumarið 1961. Jeg drap á það
á fundinum á Þórsliöfn í fyrra, að kirkjan lijerna ætti tvö merkileg
rykkilín. Og nú langar þig til að fá nánari frjettir af þeim í Hlín.
Þessi rykkilín eru mjög gömul og altaf notuð hjer við messur. Frú
Ingveldur Einarsdóttir, sem var hjer prestskona, sagði mjer að þau
væru saúmuð af frú Valgerði Þorsteinsdóttur, sem hjer var prests-
kona, síðar forstöðukona á Laugalandi. Rykkilínin eru alveg hand-
saumuð, þessi fíni, gamli línsaumur, og úr fínu ljerefti, efnismikil
og myndarleg. Mjer þykir það fallegustu rykkilínin, sem jeg sje, og
þau munu verða notuð lengi enn. Þau liljóta að vera hátt upp í
liundrað ára gömul. — Þ. V.
Sveitakona'á Norðurlandi skrifar Hlín veturinn 1961: Jeg hef
verið að lesa bókina jiína. Jeg er svo liriiin af sálmversinu í inngangi
bókarinnar. Jeg er að læra það utanbókar þessa dagana. — M.
Já, gerðu það, vinkona. Maður er aldrei upp úr því vaxinn að
læra utanbókar, og mörg eru versin falleg í sálmabókinni okkar. H.
Af Fljeraði er skrifað: Stundum á vetrin sjást stórar lireindýra-
breiður lijer á fjöllunum, einkum’ í harðindum og heima við bæi,
en komi liláka, þá vita þau það altaf fyrir og halda til fjalla. Þau
eru vissari en nokkur veðurskeyti! Eitt sinn lijer um liaustið, undir
göngur, komu 17 stórir tarfar hjer heim að túni, voru að koma
austan úr döluni, höfðu synt Lagarfljót. Þau runnu hjer út með
girðingunni. Þau voru frjálsleg og falleg. En hreindýrin eru búin
með öll fjallagrös, sem var mjög mikið af lijer á lieiðunum. Það
var stundum farið í grasaheiði lijá pabba, og okkur systrum þólti
ekki margt að því að fara í það ferðalag. Við vorum innan við ferm-
ingu þá, en vorum verri að borða grösin! En grasabrauð úr hlóðum
var samt reglulegt hnossgæti. Svo var grasate alltaf haft til drykkjar.
Það var gott við kvefi. — Það er vatn lijer norður á heiðinni, sem
Sandvatn lieitir. í því voru hólmar, sem þaktir voru fjallagrösum,
en nú, síðan hreindýrin lögðu alt undir sig, er það flag eitt. Á síð-
ustu árum föður míns (hann er látinn fyrir sex árum), fór liann
í grasaheiði með Ólaf son minn með sjer. Þeir fengu bara neðan í
poka. Alt troðiö og uppsparkað. — Faðir minn var brjóstjiungur og
drakk mikið af grasatei. Var það altaf liaft hjer sem heimilisráð við
kvefi. Faðir minn drakk það venjulega á kvöldin, þegar hann fór
að hátta. Því sagði dóttir mín ung, sem var altaf að smakka á þess-
um kvölddrykk afa síns: „Þegar jeg verð orðin stór, ætla jeg að
drekka þetta með vonda bragðinu, eins og hann afi minn.“
Frá Ytri-Hlið i Vopnafirði er skrifað vcturinn 1961: Jcg vildi
óska, að þú ættir eftir að koma liingað að Ytri-Hlíð, þegar jeg er