Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 47
Illin
45
hún snerti við. Athafnaþráin virðist liafa verið sterkur
þáttur í skapgerð Sesselju, en brátt snjeri hún sjcr að því
starfi, senr varð hennar aðal atvinna og lífsstarf, en það
var fatasaumur. — Það var aðkallandi starf, sem fáir gátu
af hendi leyst í sveitinni, og enginn eins og hún. — Glögt
auga og hög hönd ásamt ágætri mentun í þessari iðn-
grein, gerðu hana brátt svo eftirsótta, að allir vildu vinnu
hennar njóta. — Oft voru margir á biðlista hjá lrenni og
alla vildi hún afgreiða eftir bestu getu. — Hún hagaði
störfum sínum þannig, að sumt efni tók hún heirn til
sín og saumaði þar, en oftar fór hún milli heimila og
dvaldi ]rar lengri eða skemri tíma, þar til hún hafði lokið
við að sauma það, sem heimilið þarfnaðist í það skifti.
Og ánægðust var hún, er flestir eða allir á heimilinu
höfðu notið góðs af komu hennar. — Hún var jafnan hinn
besti ráðunautur heimilanna, til þess að gera sem mest og
best úr því efni sem fyrir lá. — Auk þess að sauma nýju
efnin, stækkaði liún fötin á einn og minkaði þaú á annan.
Sneið ný föt úr gömlum, og gerði við, pressaði og lag-
færði, svo alt fjekk annan og nýrri svip, sem úr höndum
hennar kom. — Hagsýni hennar og nýtni kom sjer ávalt
vel, en ekki síst á stríðsárunum, þegar álnavara var
skömtuð og næsta lítil sum árin. — Sesselju var því jafnan
tekið með fögnuði á hverju heimili og kvödd með miklu
]>akklæti fyrir störfin. — Ef einhver hafði orð á því, er
hún gerði upp vinnulaunin, að þetta væri lágt metið, og
hún miðaði við gamalt verðlag, þá svaraði hún á sinn
ákveðna liátt: „Þetta er nóg. Jeg tek ekki meira.“ — Má
af því sjá, að hún var meiri hagfræðingur fyrir heimilin
en sjálfa sig. — En liitt gleymist ekki, og er metið að verð-
leikum, hvert menningarstarf hún hefur unnið heimil-
unum í Vopnafirði með þeim snyrti- og menningarbrag,
sem hún með störfum sínum, setti á klæðaburð fólksins,
livort sem það var heima eða heiman.
Síðan Sesselja gerði fatasaum að aðalstarfi sínu, má
segja að æfi Iiennar hafi verið óslitinn starfsdagaur. —