Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 145
Hlin
143
ílámskciðið var haldið vorið 1926. Þá var fjelagið ekki komið í
neitt kvenfjelagasamband, og hafði þar af leiðandi til engra að
leita með stuðning. Gáfu jrá kvenfjelagskonur kenslu og allan ann-
an kostnað við námskeiðið. Svo liðu nokkur ár, þar til fjelagið gekk
í S. N. K. og K. í. Þá opnuðust nýir vegir. Gekst þá fjelagið fyrir
ótal mörgum saumanámskeiðum og nokkrum vefnaðar- og mat-
reiðslunámskeiðum. Þessi námskeið hafa verið styrkt af báðum sam-
böndunum svo ríflega, að það hefur nægt, með margháttaðri aðstoð
kvenfjelagsins, til þess að veita konum í Kelduhverfi kenslu og hjálp
á svo vægu verði, að engin hefur þurft að fara á mis við hana kostíl-
aðarins vegna.
Þá hafa iðnsýningar verið áhugamál í fjelaginu. Þeim hefur oft
verið komið á í sambandi við samkomur og fundi, til að örva og
hvetja fólk til starfa við eitthvað fagurt til yndisauka í sveitinni.
Einnig hefur fjelagið styrkt ýmsa hjer í sveit í veikindatilfellum,
með fjegjöfum, sjerstaklega áður cn sjúkrasamlagið var stofnað.
Einnig hefur það styrkt ýms fyrirtæki eftir beiðni, svo sem Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri, Sjúkrahús Húsavíkur, Björgunarskútu-
Norðurlands, svo að eitthvað sje talið. Fjelagið hefur líka gefið
gegnlýsingatæki á Kópasker, Ijósakrónu, hökul, altarisklæði og gólf-
dregil í Garðskirkju og nú síðast nokkra fermingarkyrtla.
Þetta alt hefur komið að góðu gagni, þó margt sje þar eftir að
bæta og prýða. — Jólatrje hafði það í kirkjunni um hátíðir um
mörg ár. Einnig í mörg ár jólatrjesskemtun, þá á tveim stöðum í
sveitinni og nú lijer síðustu árin, í þessu fallega liúsi, Skúlagarði.
1 þessu húsi á kvenfjelagið líka ofurlítinn hlut, og hjer cru verk-
efnin óteljandi.
Ekki get jeg talað svo lijer um þessi mál, að jeg minnist ekki
Kristjönu systur minnar. Minnist hennar með virðingu og þökk fyrir
öll hennar störf í þágu fjelagsskaparins. Hún var oftast í stjórn fje-
lagsins, eða þegar lieilsan leyfði, og formaður norður-þingeyska
Sambandsins frá stofnun þess og meðan henni entust kraftar til. Fór
hún þar af leiðandi á sambandsfundi víðs vegar og oft til Reykja-
víkur. En aldrei held jeg hún hafi elskað sveitina sína heitar en
þegar hún kom úr þeim ferðum, haft meiri löngun til að vinna að
velferðarmálum hennar, verið sárara um, ef fólkið lijer drægist
aftur úr, stæði öðrum sveitum eða lijcruðum að baki í ýmsum menn-
ingarmálum og fjelagsþroska. Þá var hún búin að sjá og kynnast
svo mörgu og fann svo vel, í hverju okkur var áfátt.
Það var innileg ósk hennar, að konurnar vildu skilja, hve miklu
þær gætu áorkað, ef þær stæðu saman, að þær kæmu allar í kvenfje-
lagið, svo að fjelagsskapurin yrði sterkur og gæti þar af leiðandi