Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 140
138
Hlin
Heimboð milli heimila voru ekki eins algeng og nú, þó man jeg
eftir að okkur krökkunum, ásamt foreltlrum mínum, var boðið til
afa míns , Eyþórs Felixsonar, kaupmanns, í húsið, sem nú er verið
að byggja upp í Austurstræti (Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar).
Vorum við þar mörg, frændsystkinin. Jeg man nú ekki eftir neinu
jólatrje þar, og ekki heldur, hvaða matur var á borðum, en borðið
var stórt og fallegur borðbúnaður.
I sambandi við mataræðið er það að segja, að á heimili foreldra
minna var oft höfð steik á aðfangadagskvöld'eða hangikjöt, og
seinna stundum steikiar rjúpur. Seinna fóru svo að koma grautar
á eftir eða súpa á undan. Töluvert fjekst af ávöxtum í dósum í búð-
um, og aldrei hef jeg smakkað eins gott ananas og í ungdæmi mínu.
Þá er að minnast á kökurnar. Þá var ekki hægt uin við að fá egg. Jeg
man, að mamma var búin að safna saman tólf eggjum, mánuði fyrir
jól, og geyrndi þau í salti. Var hún hreykin af að hafa náð í svona
mörg í jólabaksturinn. Sania stríðið var með mjólkina. Með happi
var liægt að íá einn eða tvo potta af nýmjólk eða undanrennu með
því að panta harta með töluverum fyrirvara frá einhverju búiiru
vestur á Nesi. Með mjólkina til okkar kom fullorðin kona, sem
Soffía hjet og var í Nesi hjá Guðmundi og Kristínu, sem þar bjuggu.
Var hún með stóran mjólkurbrúsa, og hjekk málið á löngum stút
á brúsanum. Sumir seldu mjólk á götum úti. Jeg get varla sagt að
jeg hafi smakkað nýmjólk fyr en um tvítugt, ekki heldur egg. Æðar-
egg fengum við þó stundum utan úr Engey. í staðinn fyrir nýmjólk
var notuð niðursoðin mjólk, sem flutt var til landsins í dósum og
var kölluð Víkingsmjólk. Hún var afar þykk og dísæt. Þessa mjólk
var notast við til matar og baksturs og eggjaduft í kökurnar, en
kökurnar voru góðar samt sem áður, og gyðingakökurnar voru ekki
síður góðar þá en nú!
Það var einhver að spyrja um leirtauið og postulínið, seni liefði
verið notað sjerstaklega á jólunum! Sem svar við þeirri spurningu
vil jeg taka það skýrt fram, að hjer er eingöngu áit við heimili
iðnaðar- og alþýðumanns, sem ekki má bera saman við embættis-
mannaheimili, sem má ætla að hefðu meira af þess háttar.
Það var töluverður munur á þcim tíma að vera embættismaður
eða iðnaðarmaður og almúgamaður. Iðnaðarmennirnir voru þá að
byrja að koma undir sig fótunum, en embættismnnastjettin stóð á
gömlum merg.
Á heimili foreldra minna þurfti mikið til húshalds í þá daga, því
auk fjölskyldunnar voru oft 3—4 lærlingar (faðir greinarhöfundar
var Gísli Finnsson járnsmiður). Venjulega var notað til borðhalds
diskar og föt úr leir, hvít á lit með blárri rönd. Þessi tegund sjest