Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 100
98
Hlín
sjer stað í öðrum sýslum landsins. Atti þetta þó fremur við áður
fyrr, meðan ræktun landsins var skamt á veg komin. Má þar til
nefna æðarvarp, sem er meira og minna í öllum hreppum sýslunn-
ar, og víða svo að miklu nemur. Vorkópaveiði er allvíða, viðarreki
er nálega á hverri jörð, sem á land að sjó, og sums staðar mikill, t. d.
á nyrstu jörðum Árneshrepps, sem er nyrsti hreppur sýslunnar. Enn-
fremur liggur sýslan prýðisvel við sjósókn, enda hafa sýslubúar
löngum bjargast við sjávarafla, engu síður en landbúnað.
Hins er heldur ekki að dyljast, að harðæri af völdum náttúrunnar,
einkum hafísa áður fyr, og illviðra af þeirra völdum, hafa komið
enn harðar niður á Strandasýslubúum en á íbúum margra annarra
bygðarlaga, að minsta kosti sunnan- og vestanlands.
Um Strandasýslu hefur verið sagt, að þegar vel áraði, væri sem
allar landsnytjar streymdu að hvaðanæfa, bæði til lands og sjávar,
enda landkostir góðir, einkum fyrir sauðfje, svo að óvíða myndu
aðrir betri á landi hjer. En er harðindi dyndu yfir og hafísar legð-
ust að landinu, lokuðu (illum höfnum og skipaleiðum og þektu öll
fiskimið, væri sem engin atorka kæmi að haldi, engir viðburðir
dygðu, öll sund sýndust lokuð og allar bjargir bannaðar.
Fyrra atriðið er enn í gildi, en hvað síðara atriðið snertir, eru
menn nú betur brynjaðir fyrir, eftir því sem samgöngur liafa batn-
að og ræktun landsins aukist.
Hafísinn, þann erkióvin, hefur ekki borið hjer að landi neitt veru-
lega síðan 1918, en þá var ísbreiða fyrir öllu Norðurlandi, rak inn
Húnaflóa og Steingrímsfjörð, en komst ekki að landi innfjarðar,
])ví frost voru svo mikil, ol't um 30 stig á Celsius, að Steingrímsfjörð
lagði á móti. Var lagnaðarísinn svo þykkur og sterkur, að farið var
um Steingrímsfjörð með hesta og sleða til Hólmavíkur að sækja
björg í bú.
Eins og fyr segir hafa Strandasýslubúar stundað jöfnum höndum
landbúnað og sjávarútveg alt frá landnámstíð. — Áður fyrr stund-
uðu bændur bæði landbúnað og útgerð, nú er verkaskiptingin orðin
gleggri, bændur stunda nær eingöngu landbúnað, en aðrir hafa
lífsafkomu sína að mestu af sjávarútvegi.
Um miðja 19. öld cr Gjögur aðalútgerðarstöð hjer við Húnaflóa.
Þaðan voru stundaðar liákarlaveiðar, þorsk- og flyðruveiðar, og
þótti fengsæl verstöð. Hákarlaveiðin hyrjaði jafnan fyrri hluta fe-
brúarmánaðar eða síðar eftir tíðarfari. Fram undir 1840 þektust
ekki stærri skip á Gjögri en sexæringar, en úr því var farið að smíða
áttæringa og síðar teinæringa. Á þeim skipum voru 8—10 menn eftir
stærð þeirra. Hver skipshöfn liafði sína búð, sem bygðar voru úr
torfi og grjóti og óupphitaðar. Geta má nærri, að oft hefur verið
köld aðkoma að loknum sjóferðum, sem höfðu staðið yfir svo sólar-