Hlín - 01.01.1961, Side 100

Hlín - 01.01.1961, Side 100
98 Hlín sjer stað í öðrum sýslum landsins. Atti þetta þó fremur við áður fyrr, meðan ræktun landsins var skamt á veg komin. Má þar til nefna æðarvarp, sem er meira og minna í öllum hreppum sýslunn- ar, og víða svo að miklu nemur. Vorkópaveiði er allvíða, viðarreki er nálega á hverri jörð, sem á land að sjó, og sums staðar mikill, t. d. á nyrstu jörðum Árneshrepps, sem er nyrsti hreppur sýslunnar. Enn- fremur liggur sýslan prýðisvel við sjósókn, enda hafa sýslubúar löngum bjargast við sjávarafla, engu síður en landbúnað. Hins er heldur ekki að dyljast, að harðæri af völdum náttúrunnar, einkum hafísa áður fyr, og illviðra af þeirra völdum, hafa komið enn harðar niður á Strandasýslubúum en á íbúum margra annarra bygðarlaga, að minsta kosti sunnan- og vestanlands. Um Strandasýslu hefur verið sagt, að þegar vel áraði, væri sem allar landsnytjar streymdu að hvaðanæfa, bæði til lands og sjávar, enda landkostir góðir, einkum fyrir sauðfje, svo að óvíða myndu aðrir betri á landi hjer. En er harðindi dyndu yfir og hafísar legð- ust að landinu, lokuðu (illum höfnum og skipaleiðum og þektu öll fiskimið, væri sem engin atorka kæmi að haldi, engir viðburðir dygðu, öll sund sýndust lokuð og allar bjargir bannaðar. Fyrra atriðið er enn í gildi, en hvað síðara atriðið snertir, eru menn nú betur brynjaðir fyrir, eftir því sem samgöngur liafa batn- að og ræktun landsins aukist. Hafísinn, þann erkióvin, hefur ekki borið hjer að landi neitt veru- lega síðan 1918, en þá var ísbreiða fyrir öllu Norðurlandi, rak inn Húnaflóa og Steingrímsfjörð, en komst ekki að landi innfjarðar, ])ví frost voru svo mikil, ol't um 30 stig á Celsius, að Steingrímsfjörð lagði á móti. Var lagnaðarísinn svo þykkur og sterkur, að farið var um Steingrímsfjörð með hesta og sleða til Hólmavíkur að sækja björg í bú. Eins og fyr segir hafa Strandasýslubúar stundað jöfnum höndum landbúnað og sjávarútveg alt frá landnámstíð. — Áður fyrr stund- uðu bændur bæði landbúnað og útgerð, nú er verkaskiptingin orðin gleggri, bændur stunda nær eingöngu landbúnað, en aðrir hafa lífsafkomu sína að mestu af sjávarútvegi. Um miðja 19. öld cr Gjögur aðalútgerðarstöð hjer við Húnaflóa. Þaðan voru stundaðar liákarlaveiðar, þorsk- og flyðruveiðar, og þótti fengsæl verstöð. Hákarlaveiðin hyrjaði jafnan fyrri hluta fe- brúarmánaðar eða síðar eftir tíðarfari. Fram undir 1840 þektust ekki stærri skip á Gjögri en sexæringar, en úr því var farið að smíða áttæringa og síðar teinæringa. Á þeim skipum voru 8—10 menn eftir stærð þeirra. Hver skipshöfn liafði sína búð, sem bygðar voru úr torfi og grjóti og óupphitaðar. Geta má nærri, að oft hefur verið köld aðkoma að loknum sjóferðum, sem höfðu staðið yfir svo sólar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.