Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 151
Hlín
149
Stúlkan var hálfan mánuð á Marðarnúpi. Þá konr maður a£ Suð-
urnesjum og sótti hana og barnið. Hún reið á þófa suður og reiddi
barnið, eða þau til skiftis.
Eftir þetta fór Þorbjörg að sitja yfir konum í Vatnsdal og fórst
það mjög vel. Hún fjekk sjer Kvennaskóla Jónassens læknis og
nokkur lyf.
Fyrir þennan umrædda tíma var amma mín, Sigurlaug Jónsdóttir
frá Kornsá, húsfreyja í Asi, talsvert sótt til kvenna í dalnum. Sonur
hennar, Bjarni Jónasson, var mjög nærfærinn og sat stundum yfir
konum.
Kennari á Auslurlandi skrifar velurinn 1961: jeg er þjer innilega
sammála um naunðsyn þcss ’að endurreisa heimilisiðnaðinn, og þá
fyrst og fremst ullariðnaðinn. Jeg er fullviss um, að ótakmarkaður
markaður er fyrir vörur úr okkar ágætu íslensku ull. Mjer blæðir
að sjá ungu stúlkurnar úr sveitunum flykkjast í kaupstaðina, ný-
fermdar, til að hengilmænast í kaffihúsum eða söluturnum, sjálfum
sjer og öðrum til ófremdar, í stað þess að vera heima við ræktun og
iðju lil nytsemdar og mannbóta.
Jeg á sjálfur ágætar minningar um lieimilisiðnað og kvöldvök-
urnar notalegu, þegar l'lestir sátu mcð verk í hönd, en einn las eða
kvað rímur. Faðir minn var góður kvæðamaður. Hann óf líka mikið
og þá l'jekk maður að spóla, stundum meira en maður kærði sig um.
Hann óf t. d. venjulega á hyerjum vetri fyrir gömlu prestsfrúna,
Sigríði Pjetursdóttur, konu sjera Þorsteins Þórarinssonar í Eydölum.
Það voru stundum 100 álna vefir. Það var ofið vaðmál, einskefta,
vormeldúkur og brekán.
í Breiðdal Iteld jeg að karlmenn hafi einkum ofið. Þó þekti jeg
tvær konur, sem ófu talsvert, en báðar voru þær úr Skaftafellssýslu.
Onnur þeirra var Geirlaug Filippusdóttir. Móðir hennar var Þór-
unn, sem kölluð var Grasa-Þórunn, og margir þekktu. Geirlaug var
mikil myndarkona og dugnaðar, jafnvíg á nál og vefjarskvttu, strau-
bolta og lóðbolta, lirífu og orf, og vílaði ekki fyrir sjer að binda
heybagga, ef svo bar undir. Ifún lifir nú háöldruð hjá syni sínurn í
Reykjavík og ætti sannarlega skilið að hennar væri getið í Hlín. —
Þú hefur vist ekki tíma til að lesa meira af svona rausi, og læt jeg því
staðar numið.
Gudmundur Einarsson, refaskytta, Brekku á Ingjaldssandi*) skrif-
*) „Nú brosir nóttin." Bók með þvi nafni kom út fyrir jólin 1960 hjá
l’rentvcrki Odds Bjömssonar á Akureyri. Er það broL úr ævisögu Guð-
mundar refaskyttu eftir Thcodór Gunnlaugsson á Bjarmalandi.