Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 94
92
Hlín
Spunakonur á fundi S. N. K. á Þórshöfn 1960.
I'rá vinsíri: Halldóra Bjarnadóttir, tílönduósi. Jóhanna Haralds-
dóllir, Vogum í Kelduhverfi. Þórey Jónsdóttir, Meiðavullum i
Kelduhverfi, Sigríður Jónsdótlir, Krossavik í Þislilfirði. Þuríður
Vilhjálrnsdóttir, Svalbarði í Þistilfirði. Þuriður Árnadóltir, Gunn-
arsstöðum í Þislilfirði. Friðrilia Jónsdóttir, Lóni í Kelduhverfi,
spinnur á snœldu.
Þegar jeg írjelfi, að Halldóra Bjarnadóttir, iormaður
norðlenska Sambandsins, heiði farið fram á það, að við
konur hjer norður frá sýndurn spuna á fundi Sambands
norðlenskra kvenna á Þórshöfn vorið 1960, varð mjer að
orði, að gaman væri nú að gera þetta, úr því að hún Hall-
dóra okkar óskaði þess.
Þó að Gefjun spinni nú mest fyrir okkur og spinni vel,
á jeg enn góðan rokk og ullarkamba, og svo er um margar
konur lijer. Enda eigum við ágætan rokkasmið í sveitinni,
Björgvin bónda Þórarinsson í Krossavík. Þeir eru bæði
góðir og fallegir rokkarnir lians Björgvins. Og nóga eig-
um við ullina. Það er gaman að velja góðan lagð og kemba
og spinna, einkum þó ef bóndinn kembir.
Mjer þykir gaman að spunamyndinni, sem Halldóra
sendi mjer núna, og þó mest um vert, að hún stendur þar
sjálf við hlið okkar, tigin og lietjuleg, þó að árin sjeu orðin
nokkuð mörg. „Ellin á sjer aðalsmerki.”
Þurítíur Vilhjálmsdóttir, Svalbarði, Þistilfirði.