Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 31
Hlin
29
Drykkjuræíil, skækju eða þjóf, þá bað hún skilvísa og
heiðarlega leigjendur sína að fara. — Eðli hennar var að
veita og gleðja. — Þó var henni jafnfjarri, að álíta sig
gera eitthvað gott eins og að álíta aðra menn gera eitthvað
ilt. Hún áfeldist aldrei neinn fyrir neitt.
I elli, eftir að hún misti rænu, gat hún aðeins sagt þessi
orð: „Geri-þið svo vel, geri-þið svo vel!“
Sigurlaug Guðmundsdóttir
frá Ási i Vatnsdal.
NOKKUR MINNINGARORÐ
eftir Guðrúnu Danielsdóttur.
Mjer fanst jeg mega til að nota tækifærið, fyrst Halldóra
Bjamadóttir var svo væn að bjóða mjer að skrifa nokkur
minningarorð í „Hlín“ sína um Sigurlaugu frændkonu
mína frá Ási í Vatnsdal, þó jeg annars vegar finni það, að
jeg get ekki gert það eins og skyldi.
Jeg man eftir því frá því jeg var smástelpa, að faðir
minn (Daníel í Stjórnarráðinu) talaði oft um frændfólkið
í Ási: Ingibjörgu föðursystur sína og Sigurlaugu dóttur
hennar, og jeg vissi að þær voru honum kærar. — Ingi-
björgu afasystur mína sá jeg aldrei, en heyrði alla, sem um
hana töluðu, lýsa henni sem sjerstaklega góðri og gáfaðri
konu. En Sigurlaugu, (eða Laugu frænku í Ási, eins og
jeg venjulega kallaði liana) kyntist jeg mest eftir að hún
var orðin ekkja og farin að dvelja að mestu leyti í Reykja-
vík.
Sigurlaug var fædd 12. júní 1868 á Haukagili í Vatns-
dal, en andaðist í Reykjavík 3. maí 1960. — Sigurlaug
giftist 26 ára gömul 2. nóv. 1894, Guðmundi Ólafssyni frá
Guðrúnarstöðum í Vatnsdal. — Þau reistu bú í Ási, á föð-