Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 26
24
Hlin
ekki bugast. — Þá kom á gang skrítla, sem lýsir að nokkru
innræti Erlendar: Eitthvert þvarg eða hávaði barst neðan
úr stofunni um að eitthvað hefði horfið úr eigu dvalar-
gesta, þá kom Erlendur á vettvang: „Út með ykkur alla
saman, hjer á enginn að vera, sem eitthvað hefur til að
láta stela frá sjerl“
Erlendur var sjerstaklega vel gefið ungmenni og vin-
sæll, fjekk þegar fram í sótti góða atvinnu og mikla vin-
semd hjá tollstjóra og vann þar árum saman.
Erlendur giftist ekki og var ekki við kvenmann kend-
ur. — Hann tók hinsvegar að sjer mörg ungmenni og veitti
þeim af gnægð kærleika síns og umhyggju. — Ungri
stúlku, sem átti fárra kosta völ, Áslaugu Árnadóttur frá
Höfðahólum, útvegaði hann atvinnu á skrifstofu sinni,
og arfleiddi hana að eigum sínum. — Úr myndasaini Ás-
laugar er meðfylgjandi mynd af Unu með drenginn sinn.
Um Unu og Unuhús hefur mikið verið skrifað
og skrafað. — Skáld og listamenn halda minningu fá-
tæku, brjóstgóðu konunnar á lofti með lieiðri og sóma.
— Eitt stærsta og sterkasta bókaforlag landsius: „Helga-
fell“, kennir sig við Unulrúsið. — Þórbergur Þórðarson
hefur getið Unu ljúflega í „Ofvitanum" sínum og Lax-
ness í eftirmælum Erlendar.
Samantekið af frændum og vinum, eftir minni og kynnum.
í UNUHÚSI.
Þórbergur Þórðarson: Úr Ofvitanum.
Þá eru barin nokkur ljett og hæversk, en þó einarðleg,
högg á hurðina. . . . Og þeir höfðu sagt mjer, að hann
hjeti Erlendur Guðmundssón.
Þetta sund lá upp að lóðarbletti, sem líktist að útliti
hálfgrónum hlaðvarpa, En inn á lóðinni, nokkra faðma
fyrir vestan og suðvestan sundið, stóð rautt timburhús,
tvílyft, líkast kassa í lögun, með örlítið hallandi þaki. — Á