Hlín - 01.01.1961, Side 11
Hlin
9
þessu í Dýrafirði, eftir aldamótiii 1900, oft þröngt í búi,
aldrei orðið meint af. — Heilar börur fullar, soðið, og
þótti fullsoðið, er skelin opnaðist sjálfkrafa. — Mátti vel
hafa í súpur líka, en þurfti að hreinsa það vel, ekki frítt
við að sandur kæmist ofurlítið inn. — Stundum tekið úr
skeljunum liráum og haft í súpur, en annars soðnar skelj-
arnar með öllu saman, líka ágætt.
Stundum voru skeljarnar steiktar á gióð, þurfti að-
gæslu, að aska færi ekki irin í.
Þá var kræklingur, bláskeljar, kúfiskur og aða, alt
ágætt. — Öðuskeljar þóttu bestar, komu mest eftir rosa-
garða. — Feiknin öll þarna inn í íjörðunum. — Björg
man ekki, live margar skeljar þóttu jafngilda nýmjólkur-
potti, það var talað um það. — Sunrir tóku „magann“ úr,
hann er grænleitur, sætur á bragðið. — Aldrei tóku börn
Ingibjargar hann úr.
„Hjálparvök" í Gufudal, sagt að hún hefði altaf verið
opin í harðindum, svo fátæklingar náðu þar í skeljar.
Út í liólma sótt skarfakál. í hólma, sem lágu undir jarð-
irnar, lieilir bátsfarmar. — Nýr skarfakálsgraulur góður.
— Kálið var látið í tunnur, ekki soðið, kom fljótt mikill
vökvi úr því, þurlti að hræra í því við og við, vildi mygla
ofan. — Haft í grauta, brauð og slátur. — Súrsað í því slát-
ur. — Sölin sótt í Saurbæ í Dalasýslu, ekki etin til muna,
eftir að Björg man eftir. — Hvannanjóli með nýju smjöri
eins og veisla. — Ingibjörg segir, að krakkar sínir hafi
borðað mikið holtarætur. — Máltækið segir: „Alt er mat-
ur, sem í magann kemst, nema ósoðnar holtarætur," en
ekki varð börnunum meint af. — Björg segir að þjóð-
sagan segi: Brönugrösin flytja sig á sjö ára fresti. — Önn-
ur rótin sekkur (konurótin), hin flýtur (karlarótin).
Ekki voru fræin af súruleggjum notuð í brauð, en
súruleggir og blöð að gamni. — Kúmen notað í brauð og
kaffi. — Geitnaskóf, grá, f'löt skán, spratt á steinum, föst á
einni taug, ekki eins rönnn í pottbrauð, slátur og grauta
og fjallagrösin. — Mjög mikil á einum stað í Súgandafirði,