Hlín - 01.01.1961, Síða 41
Hlin
39
um sem húsmóðurstörfunum, og við mikið traust og
vinsældir.
Eftir 38 ára búsetu á Jökuldal brugðu þau hjón bú-
skap sínurn og fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar til
æviloka. — Vilhjálmur dó 2. febrúar 1959 og Elín tæpu
ári síðar, sem fyrr getur.
Elín var fríð kona sýnum, prúð og virðuleg í fasi og
allri framkomu. —■ Hún var miklum gáfum gædd, stál-
minnug, víðlesin og fjölfróð, ákveðin í skoðunum og mál-
djörf, skörungur að raun og drengur góður. — Þessi ein-
kenni voru þeim hjónum sameiginleg.
Þeir allir, sem kyntust Elínu og með henni störfuðu,
minnast hennar með virðingu og þakkarhug.
Halldór Stefánsson, Flókagötu 56, Reykjavík.
MINNINGARORÐ.
Soffía Þorkelsdóttir
Ijest í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 20. janúar 1960. — Fædd
var hún 13. maí 1891, á heimili föðurforeldra sinna,
Brekkum í Elvolshreppi í Rangárþingi. — Faðir hennar
var Þorkell, síðar smiður í Reykjavík, Guðmundsson,
bónda og smiðs á Brekkum, Þorkelssonar, bónda og
skipasmiðs á Ljótarstöðum í Landeyjum, Jónssonar,
bónda s. st. — Voru þeir feðgar kunnir hagleiksmenn. —
En kona Guðmundar á Brekkum, móðir Þorkels, var Ólöf
Jónsdóttir, bónda og alþrn. Þórðarsonar í Eyvindarmúla,
og konu hans, Steinunnar Auðunsdóttur prests Jónsson-
ar á Stóru-Völlum í Landsveit. — Móðir Soffíu var Guð-
björg Sigurðardótlir, bónda Gunnlaugssonar á Efra-Hvoli
í Hvolhreppi, og konu lians, Ingibjargar Árnadóttur.
Eru mjer ættir þeirra hjóna ókunnar.