Hlín - 01.01.1961, Page 24
22
Iilin
Una Gísladóttir.
MINNINGARORÐ.
Fædd á Stóru-Giljá í Þingi, Austur-Húnavatnssýslu 28. október 1855.
Dáin í Reykjavík 7. desember 1924.
Gísli, faðir Unn, var bóndi á Skarfshóli í Miðfirði, V.-
Uúnavatnssýslu. — Móðir Unu var Anna Erlendsdóttir.
Albróðir Unu var Er-
lendur, sem síðar varð
bóndi í Brekku í Þingi.
— En hálfsystir þeirra,
dóttir Gísla, af seinna
hjónabandi, var María,
sem lengi átti Iieiina á
Læk á Skagaströnd. —
Una og Erlendur mistu
móður sína á unga aldri.
— Fimm ára gömul
fór Una til uppeldis að
Bjarnastöðum í Þingi,
til konu, sem Björg hjet.
— Erlendur ólst upp, frá
sex ára aldri, hjá Jósep
Skaptasen, lækni í
Hnausum í Þingi, og
var þar þangað til hann gerðist bóndi í Brekku í Þingi
og giftist Guðrúnu Jóhannesdóttur, dóttur hjónanna
þar. — Með þessum alsystkinum var mjög kært alla æfi.
Hjá Skaptasen á Hnausum var ungur maður að læra
lyfjafræði, Guðmundur Jónsson frá Brún í Svartárdal
í Au.-Hún. — Hnausar eru í nágrenni við Bjarnastaði. —
Una og Guðmundur feldu liugi saman. — Una sagði, að