Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 87
Hlin
85
kvíði í svip þeirra. Til þeirra talaði laaknirinn hressandi,
vonfyltum uppörfunarorðum. Alla vildi hann gleðja og
lækna að sem mestu, með hlýju viðmóts síns og læknandi
hönd. Fyrir framan hann stendur fátæklega búin, gömul
kona. Hann liafði nýlokið augnskoðun hennar. Það var
dapurlegt hik í svip hennar og hreyfingum: „Þú verður
að fá þjer ný gleraugu, vina mín,“ segir læknirinn, „þau
eru nú nokkuð dýr núna.“ Mjer fanst, sem hann læsi hug
gömlu fátæklega búnu konunnar, að hún kviði lítilli
kaupgetu sinni, því hann segir: „Þú getur nú notað gömlu
gleraugna-umgerðirnar þínar, bara í'engið í þau ný gler,
það er svo mikið ódýrara, glerin eru ekki mjög dýr.“
Skoðuninni er lokið. Hún hafði staðið fullar tvær
stundir. Fólkið smátíndist út. Af engum tók hann nokk-
urt peningagjald, alla þúaði hann.
Viss er jeg þess, að hann þessi læknir, getur nteð rjettu
tileinkað sjer tilsvör gamla mannsins gjöfula og hjálp-
fúsa, er spurður var að því, hvers vegna hann væri alltaf
að gefa og lána, aldrei fengi hann þetta borgað. „Jú,“
sagði gamli maðurinn, „jeg fæ mörg Guðlaun, það er
mynt án affalla."
Alla sá jeg kveðja þennan góða mann með föstu, hlýju
handtaki, með þakkarorð á vörum. Það gerði jeg einnig.
Nú er jeg stóð fyrir framan liann og hjelt í hönd hans,
fann jeg og skildi gleðiblik augna hans, er hann kom inn,
og leit yfir mannhópinn, sem beið hans. Hann gladdist
yfir þeirri tilhugsun, að fá huggað, glatt og læknað'.
Þannig er hann, þessi læknir. Mjer komu í hug orð
norska stórskáldsins, er segir: „Þar sem góðir menn fara
eru Guðs vegir.“
Mjer var þessi heimsókn öll meira virði en kirkjuganga.
Það held jeg að engum, að mæðrunum frátöldum, sem
öllum mannverum fremur eru tilkjörnar, sakir góðleika
síns og fórnfýsi, að hafa góð áhrif á barnssálir, sje gefin
slík aðstaða sem læknum og hjúkrunarliði, ekki einasta
með því að milda líkamlegan sársauka og lækna mein,