Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 146
144
I llin
unnið meira að framfara- og líknarmálum í sveiunni. Hún sagði,
að fátt gerði manninn víðsýnni og skilningsríkari á liag meðbræðr-
anna en góður fjelagsskapur, og þau kynni eyddu tortrygni og úlf-
úð og skildu jainan eftir ljúfar minningar frá samstarfi og leik.
Nú rísa upp saumaklúbbar svokallaðir, þar koma konur saman,
til að sitja við handavinnu sína, skrafa og skeggræða, sem sagt
blanda geði liver með annari, og bæta í minningasjóðinn einni
ánægjulegri stund. Þessir samfundir skapast af þörf eftir fjelags-
skap. Jeg hef verið með á svona fundum. Við höfum gert okkur
til gamans að velja sögu cða eitthvað gott til að lesa uppliátt, því
að ekki höfum við enst til að tala um dægurmálin.
En þrátt lyrir þetta liefur mjer fundist eitthvert tóm ófylt að
skilnaði. Jeg held við þurfum að eiga eitthvert sameiginlegt áhuga-
mál til að starfa að. Jeg er ekki að hafa á móti þessum fundum, en
við þurfum líka að vera í fjelagsskap og vinna þar að málum, sem
varða framtíðina. Við megum ekki láta okkur nægja að hugsa að-
eins um líðandi stund, þegar við komum saman.
Við, sem lifum á þessari fjelags- og samtakaöld, þegar hver stjett
landsins stendur fast saman um sín velferðarmál, þá veitir okkur
konunum ekki af að standa saman um okkar málefni í okkar litlu
sveit.
Steinunn Ingimundardóttir, sú ágæta og eftirsótta kenslukona,
sem við þekkjum nú margar hjer frá því í haust, sagði eitthvað á
þessa leið: „Eins og bændurnir liafa búnaðarfjelag og ráðunauta,
eins þurfið þið líka að hafa ykkar fjelagsskap og ráðunauta." Og
það eru einmitt þeir ráðunautar og umferðakennarar, sem við fáum
með kvenfjclagsskapnum.
Vil jeg nú í fullri alvöru óska þess og jafnvel skora á ykkur, kon-
ur góðar, að gera nú samtök með ykkur og ganga í fjelagið margar
saman. Maður heyrir stundum sagt á þessa leið: „ Jeg get ekki farið
í fjelagið, jeg hef ekki ástæður til að gera neitt.“ Þetta cr misskiln-
ingur. Það er altaf styrkur að hverjum fjelaga, og ef góður vilji er
með, þá er það aldrei svo, að hann geti ekki veitt fjelaginu lið, þó
í litlu sje, því margt smátt gerir eilt stórt, og þó að hann geti lítið í
IjíIí, þá geta ástæður breyst frá ári til árs. Svo á að vera hlutskifti
okkar liinna eldri, að standa að baki þeirra, sem yngri eru, styðja
þær í hverju góðu starfi eftir okkar getu, og livetja þær til dáða og
drengskapar.
Svo að endingu þakka jeg gott ldjóð og bið guðsblessunar á heim-
ilin ykkar á komandi ári. —■ J. II.