Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 56
54
Hlín
Þuríður J. Lange.
MINNING.
Blessuð irændkona mín, Þuríður Lange, er látin í hárri
elli. Við höfum skrifast á um það bil 80 ár, eða frá því
við fórum að pára á blað. — Það þótti sjálfsagt, að þessar
einkadætur tvíburasystr-
anna, Bjarganna á Hofi
og á Árbakka, lvefðu sem
nánust samskifti. Og
þetta hefur lialdist án af-
láts, að heita má, með
góðri frændsemi okkar á
milli, þó ekki værum
við líkar í „sinni eða
skinni“, sem kallað er.
Þessi einkadóttir ríkra
hjóna varð aðnjótandi
allrar þeirrar mentunar,
sem kostur var á, á þeim
tímum, og þá fyrst og
fremst á Ytri-Eyjarskól-
anum, sem var á næstu
grösum, enda Jakob,
faðir liennar, skólans
sverð og skjöldur á ýms-
an hátt. — Skólastúlk-
urnar áttu jafnan at-
hvarf á Árbakka, bæði
þegar þær komu, stund-
um hraktar með skipum langt að, og biðu skólavistar, og
eins þegar þær fóru á vorin og biðu ferða. Skólinn
var þannig í nánu sambandi við þetta góða heimili
alla tíð, og forstöðukonan, Elín Briem, aldavinur hjón-
anna. — Þuríður, lieimasæta, fór líka fljótt að sækja skól-