Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 44
42
Hlin
mína án þess að lýsa því, hve miklar mætur hún hafði á
dýrum, en fáar línur úr brjefum frá henni gefa nokkra
hugmynd um það. Hún skrifar: „Jeg var að koma innan
úr kálgarði, og jeg sá ekki eftir því erfiði, jeg sá sólskríkju
og jeg fann ekki til þreytu fyrir fögnuði — en því betur
skil jeg „Sú rödd var svo fögur, svo liugljúf og hrein“ —
þó jeg hafi altaf vitað að „öll tilbeiðsla í tónum lifir". . . .
.... „Jeg sá auðnutittling nýlega, það var mjer mikil
gleði, jeg get fagnað eins og barn yfir blómi eða dýri. . .“
hessi næmileiki hugans var náðargjöf, ríkur þáttur í
óvenjulega geðþekkum persónuleika.
„Ræðan var ekki rituð á blað,
en rist inn í fáein hjörtu.“ (E. B.).
Maí 1960.
Anna Vigfúsdóttir frá Brúnum.
SOFFÍA ÞORKELSDÓTTIR.
Fædd 13. maí 1891. — Dáin 20. janúar 1960.
Brestur nú orð — að blessa þína minning,
þau bila þá, er rnikið iiggur við.
En jeg er rík að eiga þennan vinning:
Orð, handtak, bros þitt — fimtíu ára kynningl
Y1 stafar þaðan, yndi og hugarfrið
;i æfileið, þó syrta muni og fenna,
glatt þessi log við götu mína brenna.
Söngvarinn góði, sólskríkjan í runni,
seiddi þinn hug á mjúkra tóna bárum,
í draumum þínum, sælurn eða sárum,
sveifstu og fanst það besta í tilverunni