Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 22
20
Hlín
áhuga á bókum en svo, að það væri búkonu hentugt, en
hún sagðist hafa búið til góðar lummur!
Árið 1916 ljest Rannveig amma austur á Prestsbakka á
Síðu, og hvíla bein hennar í Prestsbakkakirkjugarði, í
norðausturhorni garðsins.*)
l.maí 1960.
Ragnheiður O. Björnsson, Akureyri.
RANNVEIG SIGURÐARDÓTTIR.
Eftir síra Árna Þórarinsson.
Undireins eftir að jeg var sestur að í Reykjavík, kom
mamma mjer í dönskukenslu til Rannveigar Ingibjargar
Sigurðardóttur, móður Magnúsar Bjarnarsonar og Odds.
— Hún var að sjer í dönsku eins og prófessor. — Hún var
orðabók mín gegnum allan Latínuskólann, því dönsk
orðabók var þá engin til, nema tvö eintök, eða svo, af
orðabók Konráðs, sem voru að veltast um skólann. — Þá
var ekki verið að hugsa um alþýðuna. — Það var ekki fyr
en Sigurður Kristjánsson kom til sögunnar. Það var nú
meiri þarfamaðurinn fyrir alþýðuna.
Jeg spurði Rannveigu aldrei svo að dönsku orði, að
hún gæti ekki lagt það út. Hún hafði líka lært þýsku,
alt af sjálfri sjer, og las á þýsku Goethe og Schiller. —
Hún var afarvel að sjer í bókmentum og feiknalega góð í
*)Af langfeðgatali var Rannveig af hinni alkunnu Geitaskarðs-
ætt, sem margir Húnvetningar rekja ættir sínar til: Jón Einarsson,
sýslumaður á Geitaskarði, og Kristín, kona hans, dóttir Gottskálks
grimma, biskups. — Þetta var föðurættin.