Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 51
Tllín
49
Enginn var þó fundvísari en lnin á það, sem gott var
og fagurt, livar sem það var að finna, en glöðust varð
hún, og mest snortin, ef hún sá það í augum æskunnar.
Það varð henni vonarljettir um betra og lieilbrigðara líf
á þessari jörð.
Hælileiki Sigrúnar að opna augu annara fyrir því, sem
vert var að kynnast, var frábær. Þess munu hinir mörgu
nemendur hennar minnast.
Það var vel setinn kennarabekkur þeirra hjóna, Bene-
dikts Blöndals og Sigrúnar. Þau voru samvalin að fjöl-
hæfum gáfum og mannkostum.
Enginn var viðbúinn burtför Sigrúnar Blöndal.
Hún stóð í miklu starfi, með liugann fullan af áhuga-
málum, gömlum og nýjum. — Enginn var viðbúinn nema
hún sjálf. — Hugboð hennar voru oft undarlega hárviss.
í síðasta brjefi sínu, þar sem hún lýsir því á sinn fagra
hátt, hversu glöð hún var að vera komin lieim eftir urn-
svifamikið ferðalag. — Komin heim, þar sem henni fanst
alt taka sig í faðm.
„Sa-mt hugsa jeg svo oft um dauðann,” sagði hún. — Og
jeg veit, að honum hefur hún tekið í auðmýkt og sinni
sterku guðstrú.
Við fráfall Sigrúnar Blöndal mistu íslenskar konur
einn sinn besta fulltrúa.
Öll fegurð vorsins og hinir dýru litir haustsins, hið
hæsta og dýpsta í bókmentum. og „ástkæra — ylhýra
málið“: Alt misti þetta fulltrúa sinn og mikinn aðdá-
anda.
Sigurlaug Erlendsdóttir,
frá Torfastöðum í Biskupstungum.
4