Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 107

Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 107
Lítill Gluggagægir. (Sigriður Jóhannesdóttir, Ási, Kelduhverfi). Þegar stórhríðarbylinn, sem geysaði yfir Norðurland í júní 1959, hafði lægt, og ylurinn og regnið gjörbreyttu öllu á svipstundu, urðu þessar hugleiðingar mínar til. Eftir skúrina skein sólin aftur björt og heit, lielti geisla- flóði yfir láð og lög. Loftið titraði af orku og fegurð, öll öfl gáfu sitt besta þessari dýru morgunstund. — Sólin vermdi, loftið ómaði og jörðin angaði. Það var ekki hægt að una inni, út varð að halda á hrumurn fótum, þó orkan væri farin, ekkert hægt að gera nema standa kyr og horfa. Við augum blasti sú sjón, sem veitti birtu og yl inn í kalda sál. Skógurinn sló hring um bæinn, algrænn og titrandi í morgungolunni. Döggin glitraði á laufþungum krónum, sem virtust hafa löngun til að hneigja höfuð sín í þökk og lotningu. Yfir rönd skógarins risu fjallahnjúk- arnir, faldaðir livítu trafi mjallarinnar. En yfir öllu breiddist himinsins bláa, blikandi geislaveldi, bjart og máttugt. Jeg stóð og naut þess, er augað nam. Mjer fanst jeg aldr- ei hafa gengið inn í slíkan helgidóm. Og þó, eitthvað vantaði, einhver þrá bærðist í huga mjer, sem óskaði svars. — Nýr hljómur bættist við: Glaðir barnshlátrar og skvaldur barst til mín. — Rödd mannsins jók til muna áhrifin, tilkynti mátt lífsins. Vissulega hafði almættið ætlað manninum mikið og háleitt hlutverk á þessari jörð, svo smá og vandmeðfarin, sem hún var. En hvert var hlutverkið? Var það bara barnaskóli? í huga mjer flugu gruflkendar hugsanir um allar þær dýru gjafir, sem maðurinn hefur í raun og veru hlotið til starfs og sigurs. Jeg ætlaði að hugsa aðeins um það góða í dag, og var þá skýrast í huga mjer sú mikla náðar- gjöf, rnálið, sú kóróna allra gjafa, sem maðurinn einn hafði hlotið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hlín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.