Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 15
Hlin
13
Þet ta er orðin æði löng lexía nm gagnsemi jurtanna. —
Þó hefur lítið sem ekkert verið getið þeirrar notkunar,
sem mest og almennast liefur af þeim hlotnast, nfl. jurta-
litunin, sem alt frá fornöld hefur tíðkast um land alt, til
gagns og ánægju landsmönnum, og gerir svo enn í dag. —
Fornsögurnar bregða stundum upp skyndimyndum, af
sjerstöku tilefni, um dagleg störf og tiltæki. — Finnboga-
saga ramma segtir t. d.: „Syrpa sendi Gest, bónda sinn,
að vita sjer um brúngrös. — Bar svo til, er hann hljóp um
grjót og liaga, að hann heyrir barnsgrát.“ (Barn hafði ver-
ið borið út.) — Svarfdæla segir: „Á þessu liausti sóttu þeir
litgrös, bræður frá Brekku, er móðir þeirra sendi þá eftir.“
— Vöðu-Brands þáttur getur um tjöld „samlit við skóga“,
eflaust jurtalituð.
Þá munu og litklæði fornmanna hafa verið lituð úr
jurtúm, segir Jón Aðils sagnfræðingur í „Gullöld íslend-
inga“. — Enda er þess skemst að minnast, að ágætt karl-
mannsfataefni frá Fljótsbakka í S.-Þingeyjarsýslu var á
sýningu norður þar, litað úr sortulyngi, og vakti aðdáun
allra. — Ljómandi falleg efni hafa líka verið á sýningum,
lituð úr mosa.
Að sjálfsögðu hafa landsmenn á öldinni sem leið not-
fært sjer leiðbeiningar þeirra góðu manna síra Björns
Ffalldórssonar í Sauðlauksdal í „Grasnytjum", Eggei'ts
Olafssonar, lögmanns, í „Grasabókinni" og Jóns Hjalta-
líns, landlæknis, í „Grasafræði“.
Síra Björn segir í formála „Grasnytja“: ]eg óska þess
heilshugar, að lesarinn uni sæll við grösin græn. Og geti
þetta ómak mitt orðið honum að gagni, eins og gras-
nytjar hafa orðið mjer, þá gleður það mig alla æfi, þang-
að til við leggjumst að sofa undir grænni torfu.“