Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 55
Hlin
53
Ragnhildur ljet sjer ekki nægja að vinna að búskap og
heimilisiðnaði. Hún starfaði mikið að fjelagsmálum: Átti
mestan og bestan þátt í stofnun og starfrækslu Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur, og í stjórn skólans, einnig að stofnun
Kvenfjelagasambands íslands, og var formaður þess sam-
bands um fjölda ára. — Þá var liún gjaldkeri og gestgjafi
Sambands íslenskra heimilisiðnaðarfjelaga öll árin, sem
það starfaði.
Og nii síðast varð sú hugmynd hennar að veruleika, að
oJin var mynd af Ingólfi Arnarsyni, landnámsmanni. —
Myndin á að prýða Ráðhús Reykjavíkur, þegar það rís af
grunni. — Fyrir atbeina og áhuga Ragnhildar sameinast
reykvísk kvenfjelög um þessa veglegu gjöf.
Oft var hent gaman að öllu mínu ferðasttússi. — Varð
þá Ragnhildi eitt sinn að orði: „Dóa lætur sig ekki muna
um það að koma suður til að sjá sýninguna hennar frú
Engelstad, hinnar norsku.“ — En þar brást þjer bogalist-
in, vinkona! Dóa kom ekki, enda nýkomin flugleiðis
að sunnan.
En nú er hún komin að fylgja þjer síðasta spölinn, elsk-
an mín, hverjum er það líka skyldara? Og enn er jeg sest
að á Háteignum okkar gamla góða, þar sem ekkert vantar
nema heimilisprýðina, höfuðprýðina.
En nú ert þú farin, laus við kröm og kvöl. — Fagnað af
Guði þínum og gömlum Engeyingum, ástvinum þínum.
— Til eyjarinnar fögru varð þjer löngum litið, og hjá ást-
vinunum góðu dvaldi hugur þinn löngum.
Við samfögnum þjer!
II. B.