Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 21
Hlín
19
kunnað mikið a£ þeim utan að.“ — Árið 1874 reið
amma suður á Þingvöll," segir Ragnheiður, „til þess að
vera á Þjóðhátíðinni, sagði hún mjer margt frá þeim
hátíðahöldum. — Jeg man nú aðeins eftir einu atviki,
sem hún sagði mjer frá: Hún var á gangi með rektors-
hjónunum, Jóni Þorkelssyni og Sigríði Jónsdóttur, konu
hans, (sem æfinlega tóku að sjer alla Norðlendinga), og
mættu þau þá á göngunni konunginum (Kristjáni 9.), sem
stansaði, og rektor kynti ömmu að sjálfsögðu fyrir kóngi,
sem rabbaði síðan dálítið við þau og var mjög alúðlegur.
Einu sinni á búskaparárum ömmu í Reykjavík, var
hún í miðdegisboði hjá rektorshhjónunum, og sat á milli
rektors og Steingríms Thorsteinssonar, sem var mikill
vinur hennar og aðdáandi. — Það var framborin bláberja-
súpa og tvíbökur, fyrsta sinn, sem amma bragðaði blá-
berjasúpu. —- Ömmu voru fyrst rjettar tvíbökurnar, og
tók hún eina, en vissi ekkert hvað hún átti við hana að
gera. Tók liún það ráð, að tala og tala með tvíbökuna í
hendinni, þangað til hún sá, livað hinir gerðu með sínar
tvíbökur.
Hjaltesteðsfólkið (Björns járnsmiðs) var mikið vina-
fólk ömmu minnar, sem hún mintist oft á, og svo Reyni-
vallasystur, dætur síra Þorkels Bjarnasonar, þær voru
vinkonur liennar. — Þegar amma var blind hjá okkur
þessi tvö ár, fylgdi jeg henni stundum til þessa fólks, og
svo til frú Guðríðar, konu síra Ólafs fríkirkjuprests, og til
konu síra Magnúsar Jónssonar, Blöndal, frá Vallanesi,
Guðríðar. Allar tóku þessar konur ömmu tveirn höndum.
Amma sagði mjer oft frá æskuvinum sínum í Vatns-
dal. — Voru þar fremstir í flokki Blöndalsbræður, sem
allir voru söngmenn miklir, en amma var líka söngelsk og
hafði fallega rödd og söng fram á gamalsaldur. — Talaði
hún oft um, að hún hefði sungið þetta og hitt með Blön-
dalsbræðrum.
Aldrei hældi amma sjer af því, að hún hefði verið mikil
búkona, enda er jeg hrædd um, að hún hafi haft meiri
9*