Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 136
134
Hlin
rneð þvi að láta skúlanemendur vinna þarilega hluti. Með
því er lagður grundvöllur fyrir heimilisiðnaðinn á lieim-
ilunum.
Það eru fjölmörg verkefni, sem bíða úrlausnar í þessurn
cl'num, óskandi væri að háttvirt ríkisstjórn og Alþingi sæi
sjer fært að auka, heldur en rýra, fjárframlögin til heim-
ilisiðnaðarins.
Virðingarfylst, Halldóra Bjarnadóttir.
Besta slysavörnin.
Eitt sinn var jeg ein á ferð ríðandi. í þetta sinn, eins og
oft endranær, byrjaði jeg ferðina með bæn til Guðs um
vernd frá slysum og hættum, og hefur það aldrei brugðist,
að ekkert slíkt hefur hent mig, þegar jeg hef það gert. Jeg
læt hestinn lötra eftir veginum, sem var aðeins mjór troðn-
ingur. í einum stað lá latan utan í bröttum hól. Örskamt
fyrir neðan götuna var gaddavírsgirðing. Stutt sást fram-
undan, því hóllinn er lautóttur. Allt í einu tekur hrossið
viðbragð og hleypur út undan sjer niður götuna, hjer unr
bil að girðingunni, og svo áfram, meðfram henni spotta-
korn. Þegar hrossið tók viðbragðið, hrökk jeg til hálfs úr
hnakknum og út í aðra hliðina, og misti við það algerlega
taumhaldið. Eins og leiftur grípur mig sú hugsun, hvort
jeg muni nú slengjast á gaddavírinn og ef til vill verða föst
í ístaðinu. Hvernig myndi þá fara um mig? Önnur hugsun
grípur mig með sama hraða: Nei, það getur ekki orðið.
Jeg bað Guð í byrjun ferðarinnar að gæta mín og forða
frá slysum. Jeg hjekk þarna algerlega ósjálfbjarga, en gat
þó náð tökum á faxi hestsins með annari hendinni, svo
að jeg datt ekki strax, en var samt algerlega á valdi lrests-
ins, sem fljótt stiltist, og það sem mestu varðaði, sneri sjer
upp í batttann. Við það gat jeg rjett mig svo í hnakknum,