Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 139
Hlin
137
eplin, þegar jeg var lítil, og þau voru ekki borðuð strax, lengi dáðst
að þeim áður. Svo reyndi mamma að láta okkur ekki fara í jóla-
köttinn: Saumaði á okkur einhverja flík, kjól eða svuntu á okkur
telpurnar og eitthvað á bróður minn, sem honum hentaði.
Þó jeg reyni að rifja Upp eitthvað um mataræðið um jólin fyrir
aldamótin, get jeg ekki munað neitt samfellt, enda var það ekki
maturinn, sem börnin luigsuðu mest um í sambandi við jólin, en við
sátum kringum borðið með hvíta dúknum og vorum prúð og stilt.
Af því að töluvert var til af hljóðfafirum á heimilinu, var mikið
sungið og þá fyrst og fremst jólasálmarnir.
Eftir aldamótin fer alt að skýrast fyrir mjer, upp frá því var altaí
farið í aftansöng og einnig farið í kirkju kl. 12 á jóladaginn, og
hjelst það til 1914—15. Dugnaðurinn að sækja kirkju átti el'alaust
rót sína að rekja til þess, að faðir minn og jeg vorum i söngkór Frí-
kirkjunnar.
Jólagjafir fóru þá að tíðkst meira. Jeg man, að eftir lermingu
lór jeg að l'á slifsi, efni í svuntu og ýmislegt smávegis í jólagjöf
Jólatrjesskemtun fyrir börn var í einstaka fjelögum. ’i'. d. fengum
við að fara á jólatrjesskemtun, sent Iðnaðarmannafjelagið hjelt fyrir
börn fjelagsmanna. Þar sá jeg fyrst reglulegt jólatrje. Þar var sungið
kvæði eftir Guðmund Guðmundsson skólaskáld. Jeg man aðeins eitt
erindið:
„Ljósin skína, ljósin skína,
ljómar grantrje hátt.
Ilm við finnum anga,
epli á greinum hanga.
Syngjum, dönsum, syngjum, dönsum,
syngjum frant á nátt.“
Einnig fjekk jeg fyrir aldamót að fara með systur minni, sem
gekk í Landakotsskólann, á jólatrjesskemtun, sem skólinn hjelt fyrir
Itörnin. Sú skemtun var haldin i elstu kaþólsku kirkjunni. Það var
ákaflega fögur og eftirminnileg jólatrjesskemtun. Prestarnir, nunn-
ur, kennarar og gestir sátu í upplýstum kórnum. Stórt jólatrje,
fagurlega skreytt, stóð á miðju gólfi. Börnin sátu svo á bekkjum til
beggja hliða. Það var ýmislegt halt þarna til skemtunar. Jeg man
ljest eftirþví, að börnin voru látin koma lram fyrir fólkið í kórnum,
hneigja sig og mæla fram kvæði, stundum þrjú saman, og þá nrælLÍ
hvert þeirra fram eitt vers, cn sum mæltu frarn heil kvæði, meðal
þeirra var systir mín. Oll bömin fengu sælgæti og voru leyst út með
gjöfum.