Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 9
Sigurlína DavíðSDóttir
PeneloPe liSi
Hvað breytist í skólum þegar
sjálfsmat er gert?
langtímarannsókn í fjórum íslenskum skólum
Tveir háskólakennarar, annar íslenskur, hinn bandarískur, aðstoðuðu fjóra íslenska skóla við
sjálfsmat og skoðuðu jafnframt hvað breyttist í skólunum við sjálfsmatið . Stuðst var við valdefl
ingarnálgun og rökræðulýðræði . Notaðar voru margs konar langtímaaðferðir til að kortleggja
breytingar í skólunum og bera þær saman milli skóla . Fram kom að viðhorf kennara til allra
þeirra sviða skólastarfs sem athuguð voru hér (skólamenning; skipulag skólastarfs; hvaðan
markmið skólastarfs koma; hvernig fylgst er með því hvort markmið nást; hvatning til að bæta
sig í starfi; kerfisbundin gagnaöflun; ákvarðanir um að bæta skólastarfið) batnaði verulega
meðan unnið var að sjálfsmatinu . Því betur sem skólarnir héldu sig við þá aðferð sem lagt hafði
verið til að væri notuð, þeim mun jákvæðari voru viðhorf kennaranna . Þeir skólar sem unnu
í bestu samræmi við aðferðirnar voru komnir lengst í að gera sjálfsmat að föstum þætti starf
seminnar . Munurinn milli skóla skýrðist að mestu af aðferðarheldni skólanna . Þannig virðist
aðferðin sem notuð var skila árangri .
„Hugsanlegt er að við verðum að horfa á bata í skólakerfinu sem samfélagsbata …
sumt verður fyrst að gerast í skólasamfélaginu áður en við getum farið að horfa á um-
bæturnar sem við viljum sjá í skólunum“ (Mathews, 1996, bls. 3).
sjónarHólar Í starfinU
Sjálfsmat í skólum
íslenskum grunn- og framhaldsskólum var gert skylt með lögum að gera sjálfsmat
á eigin starfi (Lög um grunnskóla nr. 66/1995; Lög um framhaldsskóla nr. 80/1996).
Skólastjórnendur töldu sig misjafnlega vel í stakk búna til að standa undir þessari
lagaskyldu, eins og fram kom í óformlegum viðtölum og umræðum eftir fyrirlestra
á ráðstefnu um mat á skólastarfi sem var haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð
22. mars 2003. Þeir skólastjórnendur sem rætt var við töldu að þekking á matsaðferð-
um væri einfaldlega ekki næg í skólakerfinu. Menntamálaráðuneytið gaf út bækling
Uppeldi og menntun
1. árgangur 1. hefti, 2006