Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 10

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 10
HVAÐ BREYT IST Í SKÓLUM ÞEGAR S JÁ LFSMAT ER GERT? 10 með leiðbeiningum um sjálfsmat og viðmið fyrir það, og háskólar sem sjá um kennara- menntun buðu einnig slíkar leiðbeiningar. í Háskóla íslands hófst meistaranám í mati og skólaþróun árið 1996. Sjálfsmat sem leið til að meta skólastarf hefur verið notað víðar, og hefur gefist misjafnlega. Þannig er alls ekki ljóst að sjálfsmat verði alls staðar til þess að bæta skóla- starfið. Til dæmis fundu Geert og v­erhoeven (2003) að skólar virðast eiga mjög erfitt með að nota gögn sem þeir safna til að gera þróunaráætlanir og enn erfiðara með að koma þróunaráætlunum sínum í framkvæmd. Skólar virðast því þurfa mjög á að- stoð að halda ef sjálfsmatsvinna þeirra á að gagnast þeim verulega. Þetta er í sam- ræmi við það sem Swaffield og MacBeath (2005) setja fram um hlutverk gagnrýnins vinar (e: critical friend), sem geti aðstoðað skólana við verkefni sitt, en því aðeins að það sé gert í réttu samhengi og með réttum aðferðum. Sjálfsmat getur leitt í ljós van- kantana í skólastarfinu og veitt starfsfólki skólanna tæki og tól til að breyta því sem aflaga hefur farið. Þegar í ljós kemur, eins og stundum gerist, að skólinn virðist ekki geta þjónað báðum kynjum jafn vel eða börnum úr mismunandi þrepum þjóðfélags- ins (Kyriakides, 2004), er veruleg þörf á að starfsfólkið líti í eigin barm og reyni að finna leiðir til úrbóta. Þá er einnig mikilvægt að hlusta á raddir þeirra sem nota þjón- ustu skólans, barnanna sjálfra, til leiðbeiningar um starfið, en stundum kemur þar fram ýmislegt sem gengur gegn viðteknum hugmyndum (Howieson og Semple, 2000; Smith, McKay og Chakrabarti, 2004). Meuret og Morlaix (2003) stinga upp á að reynt sé að blanda saman hinum ýmsu nálgunum, t.d. bæði tæknilegum (þar sem byggt er á spurningakönnunum og heildaryfirliti) og þátttakendamiðuðum (þar sem byggt er á viðtölum og vettvangskönnunum), til að fá fram sem flesta þætti sem sjálfsmat þarf að taka á. Þetta er í samræmi við niðurstöður Pang (2000), þar sem fram kemur að eftir að skoðaðar hafa verið vísbendingar um framfarir í skólastarfi virðist ljóst að sjálfs- mat skili betri árangri en ytra mat á skólastarfinu. Þetta er þó háð því að sjálfsmat sé gert þannig að sem bestur árangur náist af því (Geert og v­erthoeven, 2003; Swaffield og MacBeath, 2005). Undanfarin ár hafa menntayfirvöld beint matskerfi í skólum æ meira inn á þá braut að skólar meti sjálfir eigið starf. Þetta endurspeglast í lagasetning- unni hérlendis (Lög um grunnskóla nr. 66/1995; Lög um framhaldsskóla nr. 80/1996). Samkvæmt því sem hér hefur komið fram virðist sjálfsmat þó ekki vera nein allsherjar- lausn, heldur virðist árangurinn háður því, hvernig að því er staðið og ekki eru allar aðferðir jafn gagnlegar. Nálgunin sem notuð er skiptir verulegu máli. Vald­efling­ar­nálg­un Brunner og Guzman (1989) og McGee og Starnes (1988) urðu fyrstir til að stinga upp á valdeflingarnálgun við mat, en hún varð vel þekkt eftir að Fetterman (1994) ræddi hana í ávarpi sínu sem forseti bandarísku matsfræðingasamtakanna í Dallas í Texas árið 1993. Fetterman (2001) skipti valdeflingarlíkaninu í þrjú stig: a) að koma sér niður á framtíðarsýn eða tilgang sem þáttakendur sameinast um; b) að skilgreina hvernig staðan er, bæði hvað varðar styrkleika og veikleika; og c) að gera áætlanir um fram- tíðina með því að þátttakendur setji sér markmið og þeim sé síðan hjálpað til að skil- greina eigin vinnu að þessum markmiðum. í öllum þessum stigum felst sú valdefling
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.