Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 11

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 11
11 sem ráðgjafinn getur veitt starfsfólki skólanna til að ákveða sjálft hvert það vill að matið stefni, hvað eigi að meta og til hvers. Matsmaðurinn er þá eins konar þjálfari starfsfólksins meðan það vinnur sjálft að eigin mati. Rökr­æðulýðr­æði House og Howe (2000) telja að uppfylla þurfi þrenns konar skilyrði til að matsverkefni geti uppfyllt viðmið um rökræðul­ýðræði: (a) að allir helstu hagsmunaaðilar eigi aðild að matinu; (b) að samræður hafi átt sér stað í matsferlinu; og (c) að rökrætt sé um nið- urstöðurnar. Showers og fleiri (Joyce og Showers, 1987; Showers, 1985) hafa komist að því að með því að nota aðferðir sem þessar er mun líklegra að niðurstöðurnar verði notaðar. Niðurstöður þeirra sýna að fólk man mun betur eftir því sem það vinnur að en því sem það heyrir eða sér, og það er áhugasamara eftir því sem það er virkara í ferlinu. Þetta eru veigamikil rök fyrir því að nota slíka nálgun við sjálfsmat skóla, þar sem matið getur verið áhrifaríkt tæki til að bæta skólastarfið, sé það notað þannig að almennur áhugi verði á því að nýta niðurstöðurnar. Henry (2000) bendir þó á ýmsa fyrirvara, svo sem það að lýðræðisleg nálgun að mati eigi ekki alltaf við. Til dæmis þurfi stundum, beinlínis að kröfu stjórnvalda, að leggja mat á þjónustu án aðkomu starfsfólksins. Þá bendir hann á að ekki séu öll gögn jafn réttmæt og því þurfi að gæta þess vel að rætt sé um það sem máli skipti. Einnig er hugsanlegt að fólk sem vinnur við ákveðna þjónustu dreifist hreinlega of víða til að það geti komið saman og rökrætt um niðurstöðurnar. Þessi atriði þurfa ekki að valda áhyggjum við starf að sjálfsmati skóla því aðkomu starfsfólksins er sérstaklega óskað þar og það vinnur allt á sama vinnustað. Réttmæti gagna er þó atriði sem sjálfsagt er að skoða vandlega á hverjum tíma, ekki aðeins í mati með þessari nálgun, heldur alltaf þegar eitthvað er metið. Aðfer­ðar­held­ni Þegar meta skal tengsl starfsaðferða við árangur er mikilvægt að átta sig á því hvort farið var eftir þeim aðferðum sem ætlast var til. Þetta hefur nokkuð verið skoðað, til dæmis hafa Bond, Evans, Salyers, Williams og Kim (2000) tekið saman sögu um þróun og notkun mælingartækja fyrir aðferðarheldni í geðlækningum. Mowbray, Holter, Teague og Bybee (2003) hafa sett fram tillögu að viðmiðum fyrir mælitæki um aðferðarheldni. Mar­g­ar­ lang­tímaaðfer­ðir­ Lengi hefur verið talið að það rannsóknarsnið sem best væri treystandi til að ná fram viðhlítandi mynd af árangri í skólastarfi væri tilraunahópur með samanburðarhópi og tölfræðilegri úttekt á mismun hópanna á vel valinni fylgibreytu. Þetta endurspegl- ast til dæmis í stöðlum sem What­ Works Cl­earing­house setti fram um það sem þyrfti að vera til staðar í rannsóknum svo að gæði þeirra gætu talist viðunandi (v­alentine og Cooper, 2003), en þar var byggt á þeirri hugmynd að tilraunasnið væri langbest til að meta skólastarf. Þessir staðlar og hugmyndin að baki þeim hafa verið gagnrýnd víða, SIGURLÍnA DAVÍÐSDÓTTIR, PEnELoPE L ISI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.