Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 15

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 15
1 sammál­a) til 5 (mjög­ ósammál­a) til að meta eftirfarandi atriði: skól­amenning­u; skipul­ag­ skól­ast­arfs; hvaðan markmið skól­ast­arfs koma; hvernig­ fyl­g­st­ er með því hvort­ markmið nást­; hvat­ning­u t­il­ að bæt­a sig­ í st­arfi; kerfisbundna g­ag­naöfl­un; og­ ákvarðanir um að bæt­a skól­a­ st­arfið. Tölfræðiforritið SPSS var notað til að bera saman dreifingu innan hópanna milli ára. Hver spurning var reiknuð fyrir sig og einnig voru spurningar fyrir hvert atriði reiknaðar saman í eina breytu og munur milli ára reiknaður fyrir hana á sama hátt og einstakar spurningar. Reiknaðar voru niðurstöður fyrir hvern skóla með því að velja þann skóla sérstaklega úr gagnasafninu en að lokum voru gerðir útreikningar úr gagnasafninu í heild. Einföld dreifigreining (e. one-way aNOv­a) var notuð. Þar sem listunum var í öll skiptin svarað undir nafnleynd og því ekki hægt að rekja svör hvers einstaklings fyrir sig var ekki hægt að nota endurteknar mælingar (e. repeated measures aNOv­a), heldur varð að láta nægja að bera saman dreifinguna innan skóla milli ára. Til einföldunar verður hér aðeins sýnd samantekt á því hvar verður tölfræði- lega marktækur mismunur á hverri spurningu fyrir sig í hverjum skóla milli ára, einnig þegar allir skólarnir eru reiknaðir saman milli ára, og þegar allar spurningar hvers kvarða eru reiknaðar saman, einnig milli ára. Margt fleira hefði verið forvitni- legt að skoða, til dæmis víxlverkun milli skóla, en þar sem hér var lögð aðaláhersla á að skoða breytingar innan skólanna milli ára og hvernig mynstur slíkra breytinga gæti verið breytilegt milli skólanna voru ofangreindir þættir látnir nægja. Viðtöl Rætt var fimm sinnum við skólastjóra og aðstoðarskólastjóra, haust 2000, maí 2001, október 2001, mars 2003 og mars 2004. Öll þessi viðtöl tóku um það bil 1 1 tíma, þau voru tekin upp á segulband, vélrituð og greind. Jafn oft, á svipuðum tímum og á sama hátt, var rætt við starfsfólk í matsdeild Menntamálaráðuneytisins. Rýnihópar­ Starf í rýnihópum með kennurum fór fram þrisvar, í maí 2001, október 2001 og í mars 2002. Rýnihóparnir tóku um það bil 1 1 tíma, samræðurnar voru teknar upp á segul- band, vélritaðar og greindar. Vettvang­s­athug­anir­ Fundir matsteymanna voru skoðaðir. Þetta var gert í tengslum við vinnufundi sem haldnir voru með starfsfólki skólanna, ásamt sérstökum fundum með matsteymun- um. Þegar haldnir voru sérstakir fundir með matsteymum hvers skóla fyrir sig voru þeir teknir upp á segulband, vélritaðir og greindir, en látið var nægja að skrá athuga- semdir jafnharðan eftir vinnufundi með matsteymum allra skólanna saman. Innihald­s­g­r­eining­ Innihald helstu skjala sem viðkomu matinu var greint. Skólarnir skrifuðu skýrslur og síðan var innihald þeirra greint. í þeim kom fram hvaða aðferðir skólarnir höfðu SIGURLÍnA DAVÍÐSDÓTTIR, PEnELoPE L ISI 2 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.