Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 15
1
sammála) til 5 (mjög ósammála) til að meta eftirfarandi atriði: skólamenningu; skipulag
skólastarfs; hvaðan markmið skólastarfs koma; hvernig fylgst er með því hvort markmið nást;
hvatningu til að bæta sig í starfi; kerfisbundna gagnaöflun; og ákvarðanir um að bæta skóla
starfið. Tölfræðiforritið SPSS var notað til að bera saman dreifingu innan hópanna
milli ára. Hver spurning var reiknuð fyrir sig og einnig voru spurningar fyrir hvert
atriði reiknaðar saman í eina breytu og munur milli ára reiknaður fyrir hana á sama
hátt og einstakar spurningar. Reiknaðar voru niðurstöður fyrir hvern skóla með því
að velja þann skóla sérstaklega úr gagnasafninu en að lokum voru gerðir útreikningar
úr gagnasafninu í heild. Einföld dreifigreining (e. one-way aNOva) var notuð. Þar
sem listunum var í öll skiptin svarað undir nafnleynd og því ekki hægt að rekja svör
hvers einstaklings fyrir sig var ekki hægt að nota endurteknar mælingar (e. repeated
measures aNOva), heldur varð að láta nægja að bera saman dreifinguna innan skóla
milli ára. Til einföldunar verður hér aðeins sýnd samantekt á því hvar verður tölfræði-
lega marktækur mismunur á hverri spurningu fyrir sig í hverjum skóla milli ára,
einnig þegar allir skólarnir eru reiknaðir saman milli ára, og þegar allar spurningar
hvers kvarða eru reiknaðar saman, einnig milli ára. Margt fleira hefði verið forvitni-
legt að skoða, til dæmis víxlverkun milli skóla, en þar sem hér var lögð aðaláhersla á
að skoða breytingar innan skólanna milli ára og hvernig mynstur slíkra breytinga gæti
verið breytilegt milli skólanna voru ofangreindir þættir látnir nægja.
Viðtöl
Rætt var fimm sinnum við skólastjóra og aðstoðarskólastjóra, haust 2000, maí 2001,
október 2001, mars 2003 og mars 2004. Öll þessi viðtöl tóku um það bil 1 1 tíma, þau
voru tekin upp á segulband, vélrituð og greind. Jafn oft, á svipuðum tímum og á sama
hátt, var rætt við starfsfólk í matsdeild Menntamálaráðuneytisins.
Rýnihópar
Starf í rýnihópum með kennurum fór fram þrisvar, í maí 2001, október 2001 og í mars
2002. Rýnihóparnir tóku um það bil 1 1 tíma, samræðurnar voru teknar upp á segul-
band, vélritaðar og greindar.
Vettvangsathuganir
Fundir matsteymanna voru skoðaðir. Þetta var gert í tengslum við vinnufundi sem
haldnir voru með starfsfólki skólanna, ásamt sérstökum fundum með matsteymun-
um. Þegar haldnir voru sérstakir fundir með matsteymum hvers skóla fyrir sig voru
þeir teknir upp á segulband, vélritaðir og greindir, en látið var nægja að skrá athuga-
semdir jafnharðan eftir vinnufundi með matsteymum allra skólanna saman.
Innihaldsgreining
Innihald helstu skjala sem viðkomu matinu var greint. Skólarnir skrifuðu skýrslur
og síðan var innihald þeirra greint. í þeim kom fram hvaða aðferðir skólarnir höfðu
SIGURLÍnA DAVÍÐSDÓTTIR, PEnELoPE L ISI
2
2