Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 20

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 20
HVAÐ BREYT IST Í SKÓLUM ÞEGAR S JÁ LFSMAT ER GERT? 20 í töflu 6 sést að ákvarðanir um að bæta skólastarfið eru meðvitaðri á síðasta ári gagna- öflunarinnar en hin fyrri og að hinn almenni kennari er æ betur meðvitaður um það frá ári til árs að í skólanum er stýrihópur mats. Þannig virðast ákvarðanir verða gagn- særri frá ári til árs með þessu nýja kerfi. Tafla 6. Ákvar­ðanir­ um að bæta s­kólas­tar­fið Spurning Skóli A Skóli B Skóli C Skóli D Allir Ákv. um frumkvæði ræddar a)<c) a)<c) Leysi sjálf/ur vandamál + + a)b)<c) + a)b)<c) Skólinn hefur stýrihóp mats a)<b)<c) a)<b)c) a)<b)c) a)<b)c) a)<b)<c) Allur kvarðinn a)<c) a)b)<c) a)b)<c) a)<c) a)<b)<c) a) gagnaöflun 2000, b) gagnaöflun 2002, c) gagnaöflun 2004 + svör við spurningum­ voru frá upphafi yfir m­eðallagi < m­arktækur m­unur frá fyrri gagnaöflun Samantekt á niðurstöðum spurningalista bendir til jákvæðari afstöðu hins almenna kennara frá ári til árs eftir að sjálfsmatsátakið hófst, sérstaklega hvað varðar viðhorf þeirra til þess að þeir fái aukna hvatningu til að bæta sig í starfi, en einnig á öllum öðrum sviðum. UM­rÆЭUr Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að sjálfsmat í skólunum hafi haft gagnleg áhrif á skólastarfið. Þetta hafði reyndar þegar komið fram eftir aðra gagnaöflunina (Sigurlína Davíðsdóttir og Lisi, 2004), en varð mun greinilegra núna, eftir að þriðja gagnaöflunin var reiknuð með. Kennarar voru mun ánægðari en áður og fannst sem þeir fengju meiri hvatningu til að bæta sig í starfi. Skólamenningin breyttist til batn- aðar, sérstaklega á síðasta stigi gagnaöflunar, markmið skólans urðu ljósari og betur var fylgst með hvort þau náðust eða ekki. Kennarar voru meðvitaðri en áður um að kerfisbundin gagnaöflun ætti sér stað í skólanum og ákvarðanir um að bæta skólastarf- ið voru meðvitaðri. v­aldeflingarnálgun Fettermans (2001) virtist þarna skila því sem hún á að geta skilað, það er, meiri dreifingu í ákvarðanatöku og meiri ánægju með afraksturinn. Forsenda þess að valdefling náist er rökræðulýðræði (House og Howe, 2000). Þarna voru öll helstu skilyrði þess uppfyllt, helstu hagsmunaaðilar komu að matinu, samræður áttu sér stað á öllu matsferlinu og rökrætt var um niðurstöðurnar. Þær jákvæðu breytingar sem greinilega hafa orðið á skólastarfinu sýna að lýðræði af þessu tagi skilar sér, í það minnsta eykst verulega virkni í mörgum liðum er lúta að skipulagi og starfsháttum. aðferðarheldni er meðal þess sem athugað var, í samræmi við fyrri rannsóknir (Bond, Evans, Salyers, Williams og Kim, 2000; Mowbray, Holter, Teague og Bybee, 2003) sem hafa sýnt að ekki er sjálfgefið að farið sé eftir þeirri aðferð sem lagt er upp með í upphafi og nauðsynlegt að hafa hliðsjón af þessu þegar starfið er metið. Ef úr-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.