Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Qupperneq 31

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Qupperneq 31
31 a) Sál­rænt­ svið. Goleman segir að til sé „gamalt orð um þá hæfni sem felst í tilfinninga- greind“, það er að segja skapgerð eða skapfesta (1995, bls. 285). Meinið er að skapg­erð er undur víðtækt hugtak sem erfitt er að festa hendur á, ekki hvað síst í kennslu barna og unglinga. Sama gildir um „heilbrigða sjálfsmynd“ og „lífssýn“ sem höfundar L hnykkja á (L, bls. 9 og 121). Það eru einmitt útblásin hugtök af þessu tagi sem bakað hafa tilfinningagreindarfræðunum ýmiss konar vandræði, eins og við sáum í síðasta hluta. v­itaskuld hefur aristóteles ekki minni hug á því en Goleman að börn öðlist heillaríka skapgerð. En fyrir honum skiptir meira máli að einbeita sér að tilteknum, vel afmörkuðum tilfinningahneigðum, svo sem hneigðinni hl­ut­t­ekning­u sem einkenn- ist af sársauka vegna þeirrar skoðunar að einhver annar hafi sætt óverðskulduðu óláni. Með því að rækta slíkar hneigðir þegar þær eiga við, en útrýma öðrum sem ósið- legar teljast, svo sem meinfýsi: gleði yfir óverðskulduðu óláni annarra, byggjum við smám saman upp heildstæða skapgerð (sjá nánara yfirlit hjá Kristjáni Kristjánssyni, 2006a, kafla 3). Hið „sálræna svið“ lífsleiknikennslu verður þannig ekki skapgerðin sjálf heldur einstakar skapgerðarhneigðir sem eru mælanlegri, viðráðanlegri og höndl- anlegri. b) Al­mennt­ l­ífsmarkmið. Tilfinningagreindarpróf eiga, samkvæmt Goleman, að vera áreiðanlegri en greindarpróf við að spá fyrir um velfarnað. En hver er sá velfarnaður? Goleman er fremur loðinn í svörum um það efni þó að hann tali á víxl um „árangur“, „lífskjör“, „velgengni“, „álit“ og „lífshamingju“ til að lýsa velfarnaðinum (1995, bls. 34 og 36). í síðari verkum sínum leggur Goleman enn ótvíræðari áherslu á árangur mæld- an í beinhörðum peningum: að fólk með sterka tilfinningagreind auki gróða fyrirtækj- anna sem það vinnur hjá mun meira en fólk sem eingöngu hefur til að bera sterka rökhæfni (2002, bls. 251). Goleman hefur nú orðið raunar, að því er virðist, mun meiri hug á heildartilfinningagreind fyrirtækja en einstaklingsbundinni tilfinningagreind. Strax í fyrstu bók hans má þó greina hina efnahagslegu og ósiðferðisbundnu slagsíðu: Dæmin sem hann tekur af velfarnaði eru ýmist af árangri á vinnumarkaði (mældum í lífskjörum) eða huglægri (starfs)ánægju. Hjá aristótelesi myndar hver tilfinningadygð skapgerðarhneigð sem tengist loka- marki (t­el­os) mannlífsins, farsældinni eða hinni mannlegu heill, þannig að hún stuðlar í senn að þessu lokamarki og er hluti þess (1995, I, bls. 205–211 [1094a1–1095a27]). Það hæfir aðeins skepnum að leggja farsældina að jöfnu við ánægju og fjármunir eru ekki heldur sú farsæld sem við leitum; „þeir nýtast aðeins vegna einhvers annars“ (1995, I, bls. 214 og 216 [1095b19–21 og 1096a6–10]). Farsæld aristótelesar er á endanum hreint siðferðilegt hugtak; það er óhugsandi að njóta farsældar án þess að vera góð mann- eskja. v­itaskuld geta menn orðið fyrir ytri ógæfu í lífinu sem grefur undan farsæld þeirra en engu að síður skín innri fegurð þeirra í gegn í mótlætinu þegar þeir „afbera þolgóðir margvíslegar árásir ógæfunnar“ (1995, I, bls. 235–239 [1100a1–1100b35]). Til- finningagreindarhugtak Golemans er ekki siðvætt á sama hátt; séu einhver tengsl hjá honum milli tilfinningagreindar og dygðugs lífernis þá eru þau eingöngu reyndar- atriði, þannig að dygðuga lífernið verður heppileg aukageta sömu eiginleikanna og tryggja velgengni í lífinu. Það verður að segja höfundum L til hróss að hérna hafa þeir vit fyrir Goleman: KRISTJÁn KRISTJÁnSSon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.