Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Qupperneq 32

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Qupperneq 32
32 hafna hinu þrönga, árangursmiðaða peningasjónarmiði og innlima siðferðileg gildi (þ.e. að gefa af sér, hafa hugsjónir og trú, auðsýna vináttu, ást, blíðu og traust) í velfarn- aðarmarkmiðið (L, bls. 70–73 og 100). Ella risi tilfinningagreindin enda illa undir nafni sem lífsleiknimarkmið samkvæmt íslensku námskránum. c) Einkennandi hug­sunarhát­t­ur. Hjá aristótelesi einkennir tiltekinn hugsunarháttur tiltekin mannlífssvið. Siðvit eða siðferðileg dómgreind (frone­sis) einkennir svið sið- legrar breytni. Frone­sis er „ástand sem lýtur sönnum rökum og varðar athöfn sem tengist mannlegum gæðum og meinum“ (1995, II, bls. 71, þar þýtt sem „hyggindi“ [1140b4–6]). Frone­sis er þannig vitræn dygð sem þjónar hinum siðrænu dygðum. Þær síðarnefndu gera fólki kleift að „miða á rétta markið“; sú fyrrnefnda ber skynbragð á markmiðið og kennir fólki að „nota réttu aðferðina“ (1995, II, bls. 90 [1144a7–10]). Þessi vitræna dygð hjálpar okkur þannig að veita siðrænu dygðunum réttan farveg: fyrst að finna farveginn og svo að rata hann. Engin dygð er framkvæmanleg án siðvits, ekkert siðvit hugsanlegt án dygða. Það er hins vegar til annar hugsunarháttur sem siðvitið nýtir sér en er líka mögulegur án siðvits: klókindi. Klókindin hjálpa okkur að finna leiðir að settu markmiði: „Ef takmarkið er göfugt eru klókindi losverð. Ef takmarkið er slæmt eru klókindi slægð.“ Því geta jafnt hinir siðvitru sem hinir siðlausu verið klókir (1995, II, bls. 91–92 [1144a21–37]). Þar sem Goleman teflir ekki siðferðilegum gæðum fram sem nauðsynlegum þætti tilfinningagreindar, heldur þrástagast á veraldlegum árangri og efnislegum gæðum, verður að álíta að hugsunarhátturinn sem einkennir tilfinningagreind sé fremur af ætt klókinda en siðvits. Höfundar L taka ekki skýra afstöðu til þessa máls. En vegna fyrrnefndra ummæla sinna um eðli velfarnaðar og jákvæðrar skírskotunar til kenningar aristótelesar um dómgreindina (L, bls. 121) verður að ætla og vona að þeir séu hér fremur á bandi aristótelesar en Golemans. d) Mæl­ikvarði á árang­ur. Hvernig vitum við almennt hvenær fólk hefur öðlast til- finningagreind eða – í okkar tilviki – hvort nemendur hafa náð tilskildum árangri í félagsþroska- og tilfinninganámi byggðu í kringum hugsjónina um tilfinningagreind? Sem fyrr segir er þekktasta mælitækið til að ganga úr skugga um það sjálfsmatstæki þar sem fólk er spurt um eigið álit á eða ánægju með færni sína á tilteknum sviðum er tengjast tilfinningum. aðferðafræðilegir annmarkar sjálfsmatstækja eru alþekktir og þarf ekki að fjölyrða um að sinni. Það sem vekur meiri hroll hér er að huglæg ánægju- kennd skuli ein látin skera úr um hvort fólk hefur öðlast tilfinningalega greind eða þroska. Hugmyndin sem að baki býr virðist í senn sú að tilfinningagreind framkalli ánægju (sjá Matthews o.fl., 2002, bls. 223) og að vellíðan „smyrji tilfinningahjólin“ (Goleman, 2002, bls. 14). Þetta minnir á mestu öfgar mannúðarsálfræðinnar frá 6.–7. áratug 20. aldar: Ef manni finnst það gott þá er það í lagi. Einstaklingurinn og hug- þokki hans verður mælikvarði alls, rétt eins og hjá sófistunum í aþenu forðum. Hjá aristótelesi fullkomnar ánægja að vísu farsældina að lokum, rétt eins og æsku- fegurð æskublóma (1995, II, bls. 239 [1174b32–35]). En að öðru leyti skiptir huglæg ánægjukennd engu máli við mat á því hvort tilfinningadygð hafi verið þroskuð. Það sem öllu varðar er hvort tilfinningahneigð viðkomandi er siðferðilega rétt, það er hvort hann finnur til réttrar tilfinningar, við réttar aðstæður, gagnvart réttu fólki og af L Í FS LE IKn I oG T I L F InnInGAGRE InD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.