Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Qupperneq 34

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Qupperneq 34
34 hins vegar af hættunni við að reyna að bæla réttmæta reiði vegna þess að það auki líkamlega spennu og blóðþrýsting að reyna að kveða slíkar tilfinningar í kútinn í hita leiks (1995, bls. 59 og 171). Með öðrum orðum: Reiði er aðeins viðunandi ef hún er hreint röklegt viðbragð, laust við tilfinningar, eða ef lífeðlisfræðilegi fórnarkostnaður- inn við að reyna að milda hana er meiri en ávinningurinn. Hvergi vottar fyrir kenn- ingu aristótelesar um nauðsynina á að herða á of mildri reiði þegar það er siðferðil­eg­a viðeigandi. Goleman áréttar þetta enn í síðari verkum sínum. Þar er okkur tjáð að „neikvæðar“ tilfinningar „geri fólk ófært til vinnu“ og „rýri tilfinningagreind“ og við minnt með velþóknun á hið búddíska viðhorf að „þjakandi“ tilfinningar veikli okkur heilsufarslega en „nærandi“ tilfinningar styrki okkur (1997, bls. 34). afstaða höfunda L til þessa efnis er nokkuð tvíbent. Þeir fylgja Goleman í að hvetja til skapstillingar og þess að börn læri að ala á „jákvæðum viðhorfum“ í eigin garð og annarra. Þau eigi þannig að venja sig af óæskilegum hugsunum og viðbrögðum með jákvæðu „sjálfstali“ (L, bls. 11, 49, 60–61 og 78). Síðar í L skilur þó sem betur fer leiðir með höfundunum og Goleman er þeir árétta að reiðitilfinning geti átt rétt á sér þegar hún beinist að réttri persónu: á viðeigandi stað og stund (L, bls. 78–79). L vinnur þannig í raun betur úr upphafsorðum tilfinningagreindarbókar Golemans en Goleman sjálfur. Engu að síður hefði ég kosið að skýrar og afdráttarlausar væri hnykkt á þeim aristótelísku sannindum að tilfinningakennsla, til dæmis um reiði, geti fullt eins falist í því að espa of veikar tilfinningar – vekja tilfinningaleg dauðyfli af svefni – og að sefa of sterkar (sjá Kristján Kristjánsson, 2005). f) Áhrif á sjál­fið. Goleman fullyrðir að rannsóknir á tilfinningagreind leiði til ákveð- inna vísinda: „sjálfsvísinda“. Hvað felst í þeim? Jú, annars vegar „sjálfsvitund“ eða „sjálfsþekking“ þar sem maður lærir að bera kennsl á eigin tilfinningar; hins vegar „sjálfstjórn“ eða „sjálfsagi“ þar sem maður lærir að sefa eða eyða neikvæðu tilfinn- ingunum, fresta fullnægingu langana og láta skynsemina ráða (1995, bls. 268 og 285). v­ald á sjálfinu leiðir svo af sér jákvæða sjálfsmynd sem er mælikvarði á tilfinninga- greind (sjá d) hér að framan). Goleman virðist ekki gera sér grein fyrir því að hann er hér að miklu leyti að endur- vekja hina platónsku hugmynd (sem aristóteles og Goleman sjálfur hafa keppst við að andæfa) um að tilfinningar okkar séu rúnar viti og þurfi stöðugt vegsögn kaldrar skynsemi. aristóteles viðurkennir að vísu að þolgæði og sjálfsagi séu illskásti kost- urinn þegar annars sé ekki völ; en í tilfinningauppeldi eigi ekki að stefna að slíku heldur því að tilfinningarnar sjálfar séu svo þrungnar af skynsemi að þær þurfi engr- ar ytri leiðsagnar við (1995, I, bls. 277; II, bls. 122–124 [1109a33–35; 1150a9–37]). Sjálf hins dygðuga manns er ekki klofið og sjálfu sér sundurþykkt heldur heilt og óskipt: Tilfinningar hans og vitsmunir eru eitt. Ef hægt er að tala um að einhver „sjálfsvís- indi“ leiði af tilfinningakenningu aristótelesar þá eru það vísindi sjál­fsvirðing­arinnar: Hinn dygðugi maður temur sér tilfinningahneigðir sem lúta innri stjórn og stuðla að siðferðilegri sjálfsvirðingu hans. Það er meðal annars ástæðan fyrir því að geðlausi maðurinn (sem kann ekki að reiðast) hefur ekki í raun til að bera tilfinningadygðina geðprýði: Hann er ekki nógu vandur að virðingu sinni til að reiðast þegar við á. Höfundar L eyða miklu rými í sjálfsvísindi í anda Golemans og reka sig á sömu L Í FS LE IKn I oG T I L F InnInGAGRE InD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.