Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Qupperneq 35

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Qupperneq 35
3 þúfur og hann, ef ekki fleiri. Mikið er lagt upp úr „sjálfstrausti“ sem sé „kjarninn í allri lífsleikni“ og tengist bæði „sjálfsþekkingu“ og „sjálfsstjórn og sjálfsaga sterkum bönd- um“. Sjálfstraust „einkennist af tilfinningu fyrir því að geta áorkað hlutunum og eiga velgengni og hamingju skilið“. „Sjál­fsímynd verður al­drei of g­óð“ (skáletrun höfunda L) og við „þurfum að kenna börnum að vera sátt við þá ímynd sem þau hafa af sjálfum sér“.„Sjálfsvirðing“ skal kennd með því að kenna „börnum okkar að hugsa um kosti sína og góðar hliðar, sættast við sjálf sig eins og þau eru“ (L, bls. 10–11, 43, 47–49 og 53). Um þessar staðhæfingar allar mætti skrifa heila bók. í fyrsta lagi ruglast höfundar á (sálrænu) sjálfsáliti og (siðferðilegri) sjálfsvirðingu. Þessir þættir eru oft taldir í samein- ingu skapa sjálfs(í)mynd einstaklings en halda ber þeim aðskildum enda hvor sinnar náttúru (sjá Sachs, 1981). Höfundar L virðast hins vegar setja samasemmerki milli sjálfsímyndar og sjálfsálits. í öðru lagi er ankannalegt að lesa að sjálfsvirðing felist í að sætta sig við mann sjálfan eins og maður er; þvert á móti hlýtur efling sjálfsvirð- ingar að felast í því að breyta sjálfum sér í þá átt sem maður vill fara (nema maður sé fullkominn fyrir – sem við skulum varla gera ráð fyrir að nemendur í lífsleikni séu). í þriðja lagi vekur undrun að sjálfsímynd verði aldrei of góð. Hvað um óraunhæfa sjálfsímynd eða jákvæða sjálfsímynd hins siðferðilega forherta? í fjórða lagi hníga þessi ummæli að sama ósi og áhersla Golemans á að temja verði heitar tilfinningar og ástríður með sjálfsaga; en einn bakfiskur vitsmunakenningarinnar um tilfinningar – hugarfósturs aristótelesar sem Goleman þykist vinna úr – er einmitt að útrýma nauðsyninni fyrir slíka platónska sjálfslöggæslu (sjá Kristján Kristjánsson, 2005). Þetta eru allt heimspekilegar mótbárur; en í fimmta lagi má minna á hrein sálfræðileg and- mæli gegn kenningunni um að sterkt sjálfsálit og sjálfstraust sé kjarni velgengni og heilbrigðs lífernis einstaklinga. ítrekaðar rannsóknir hafa ekki leitt neitt slíkt samband í ljós; þvert á móti eykur sterkt sjálfsálit líkur á alls kyns áhættuhegðun ungs fólks, svo sem drykkju, reykingum og óábyrgri kynhegðun. Fylgnin sem fundist hefur milli jákvæðrar sjálfsímyndar og námsárangurs virðist líka skýrast af því að hið síðara efli hið fyrra fremur en öfugt (sjá Swann, 1996; Baumeister, Campbell, Krueger og v­ohs, 2003). Miklu trúlegra er raunar, að mínum dómi, að samband sé milli velgengni og dygða, eins og aristóteles hélt fram. g­) Viðhorf t­il­ ág­reining­s. Goleman gerir mikið úr gildi tilfinningagreindar við að jafna ágreining og miðla málum. Ein tilfinning manns sjálfs getur rekist á aðra; tilfinningar okkar geta í heild rekist á tilfinningar annarra. Rétta leiðin til að leysa slíkan ágreining er málamiðlun. Goleman fullyrðir jafnvel að ef aristóteles væri á lífi nú tæki hann í sama streng (1995, bls. 268–269). Það stendur heima að aristóteles kenndi okkur leiðir til að leysa úr ágreiningi skoðana (sjá t.d. Irwin, 1990). Markmið þeirra leiða var hins vegar ekki málamiðlunin sem slík heldur það að komast að réttri (sannri) niðurstöðu. Spyrja má hvort ágreiningur sé almennt af hinu illa: Er hann ekki drifkraftur lýðræð- islegs samfélags, uppspretta þekkingar og hugmynda? Um tilfinningalegan ágreining má líka spyrja hvort hann sé alltaf merki þess að eitthvað sé að. Þekktur barnasál- fræðingur heldur því fram að það sé órækt þroskamerki þegar börn átta sig á því (venjulega á aldrinum 8–10 ára) að sams konar aðstæður geti framkallað tvenns konar KRISTJÁn KRISTJÁnSSon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.