Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 45

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 45
4 fyrir mér hvað gæti valdið því að mér fannst stærðfræðinámið skemmtilegt. Það vakti athygli mína að þau dæmi sem komu upp í hugann í samræðum við nemendur mína tengdust öll rannsóknum þar sem ég nýtti stærðfræðina sem tæki til að leysa vanda- mál, bæði í daglegu lífi og í námi mínu. Mér er minnisstætt að þegar ég tók lokapróf úr grunnskóla þurfti að reikna út yfir- borð keilu til að geta leyst eitt dæmið. Ég mundi ekki formúluna og í þá daga voru formúlur ekki gefnar á prófinu. Kennarinn hafði lagt mikla áherslu á að við gerðum okkur grein fyrir hvernig bæði flatarmál og rúmmál væri reiknað út og notaði líkön við útskýringar sínar. Hann kom meðal annars með líkön af keilum, pýramídum, sívalningum og ferstrendingum í kennslustofuna til þess að við gætum rannsakað þau. Það var því auðvelt fyrir mig að sjá keiluna fyrir mér í huganum og rifja upp hvernig við höfðum komist að því hvernig hægt væri að reikna út yfirborðsflatarmál hennar. Þessi minning hjálpaði mér til að átta mig á því að mér var tamt að gera mér mynd í huganum af þeim viðfangsefnum sem ég þurfti að leysa fremur en að treysta á minni mitt á formúlur. Þessi sami kennari hafði reyndar bent okkur á að þegar við fengjum dæmi sem við vissum ekki hvernig ætti að leysa gæti verið gagnlegt að ein- falda tölurnar í dæminu og reyna þannig að finna lausn. Ef það tækist gætum við rakið ferlið við að leysa verkefnið, sett upprunalegu tölurnar inn og leyst dæmið að nýju. Ég minnist þess að hafa oft nýtt mér þetta við flókin verkefni. Seinna áttaði ég mig á því að hann var að kenna okkur að nota rannsóknarnálgun við stærðfræðinámið og gera okkur grein fyrir því að það er skynsamlegra að treysta á eigin hugsun við lausn stærðfræðiverkefna en að reyna að muna formúlu sem hugsanlega gæti hentað til að leysa dæmið. Það voru fleiri minningar um stærðfræðinám mitt á unga aldri sem komu upp í hugann við vinnuna með börnunum. Þær tengdust flestar útreikningum utan skóla- stofunnar. Foreldrar mínir lögðu mikla áherslu á að efla sjálfstæði mitt í uppeldinu og að ég yrði sjálf að geta ráðið fram úr viðfangsefnum daglegs lífs. Eitt af því var að fást við alls konar útreikninga, hvort sem reikna þurfti út upphæðir sem þurfti að borga eða eitthvað annað. Ég man eftir að hafa þurft að reikna út hve margar flöskur (þriggja pela) þyrfti að sækja niður í kjallara fyrir saftina sem verið var að búa til. Móðir mín spurði mig hvað ég héldi að tvær flöskur tækju marga lítra. Ég vissi að það voru fjórir pelar í lítra. Það hafði ég kannað áður. Þannig áttaði ég mig á að tvær flöskur taka 11 lítra og þá var auðvelt að finna út hve margar flöskur þurfti fyrir u.þ.b.10 lítra af saft. allt frá unglingsárum vandist ég því að hjálpa skólasystkinum mínum við stærð- fræðinámið. Ég fann fljótt hvað það gaf sjálfri mér mikið að þurfa að útskýra fyrir öðr- um og að ég skildi sjálf mun betur hvað ég var að fást við eftir að hafa reynt að finna sem besta leið til að skýra skilning minn fyrir bekkjarfélögunum. Þarna fékk ég mína fyrstu reynslu af að kenna öðrum stærðfræði. Þessi reynsla hefur líka hjálpað mér að skilja hve mikilvægt er fyrir nemendur að fá tækifæri til að skýra sinn eigin skilning á stærðfræðinni fyrir öðrum. 2 JÓnÍnA VALA KRISTInSDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.