Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 46

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 46
46 Ranns­óknir­ á s­tær­ðfr­æðinámi bar­na Til að vera betur fær um að greina nám nemenda minna kynnti ég mér nýjar rann- sóknir á námi barna, sótti námskeið og ráðstefnur og tók þátt í leshring. Meðal þess sem ég kynntist í leshring voru námskrárviðmið samtaka bandarískra stærðfræðikenn- ara, National Council of Teachers of Mathematics (NCTM) (1989). í þeim komu fram hugmyndir um breyttar áherslur í kennslu. Þar gætir áhrifa kenninga um hugsmíði og það vakti athygli mína að nemendur og glíma þeirra við stærðfræðina voru þar í brennidepli. Á ráðstefnu í Gautaborg kynntist ég rannsóknum Inger Wistedt við Stokkhólmshá- skóla. Hún hefur kannað hugsun barna þegar þau glíma við þrautir. Fylgst var með samræðum nemenda sem unnu við að leysa flóknar þrautir og reynt að greina hvernig hugsun þeirra þróaðist við glímuna við verkefnið og hvers eðlis hugsun þeirra er á hverju stigi vinnunnar (Wistedt og Martinson, 1994). Ég heillaðist mjög af kynningu Wistedt á niðurstöðum sínum og þær vöktu mig verulega til umhugsunar um hvernig ég gæti skapað nemendum mínum sem bestar aðstæður til að læra. Seinna kynntist ég annarri sænskri rannsókn á því hvernig hæfni barna til að leysa þrautir þróast. ann ahlberg (1995) við Gautaborgarháskóla fylgdist með börnum glíma við þrautir þar sem þau voru hvött til að teikna, reikna, tala og skrifa um það sem þau voru að fást við. Þá kynnti ég mér líka rannsóknir við Purdue-háskóla í Indiana á samskiptum nem- enda sem fást við að leysa þrautir (Cobb, Wood og Yackel, 1992). Rannsóknarverk- efnið kallast The Purdue Probl­em­Cent­ered Mat­hemat­ics Project­. Fylgst var með vinnu barna og kennslu kennara þeirra í heilt ár og allar kennslustundir teknar upp á mynd- band. Lögð var áhersla á að greina samtöl nemenda um verkefnin sem þeir voru að leysa og skoða sérstaklega hvernig hugsun þeirra þróaðist við sameiginlega glímu við verkefnin. Rannsakendurnir líta á nám sem ferli þar sem fólk er stöðugt að túlka það sem fram fer í kringum það og aðlaga hugmyndir sínar hugmyndum annarra. Þeir skilgreina nám sem á sér stað í samskiptum við aðra sem hringrás eða röð viðburða sem tengjast hver öðrum, fremur en sem keðju orsaka og afleiðinga. auk þess var samspilið milli náms hvers einstaklings og þess hvernig hópstarfið þróaðist þannig að hægt er að segja að nemendur hafi tekið þátt í að byggja upp aðstæður sem þeir sjálfir lærðu við. Þessar rannsóknir varpa allar ljósi á hvernig skilningur barna þróast við að leysa þrautir. Þær gefa líka til kynna hvernig samræða og samskipti nemenda við sameig- inlega glímu við verkefni leiða til þess að skilningur þeirra á verkefninu dýpkar. Þær styrktu mig til þess að leggja mun meiri áherslu en fyrr á samvinnu nemenda minna við stærðfræðinámið og samræður um lausnir verkefna. Þegar ég var að hefja rannsóknina gafst mér kostur á að taka þátt í námskeiði um rannsóknir sem gerðar voru við Wisconsin-háskóla á því hvernig börn skilja orðuð dæmi og hvaða leiðir þau hafa til að leysa þau án þess að hafa lært til þess ákveðnar aðferðir. Fylgst var með hópi barna samfellt í þrjú ár meðan þau voru í 1. til 3. bekk. Lausnir þeirra á einföldum orðadæmum um samlagningu og frádrátt voru skoðaðar. í ljós kom að börnin gátu leyst þrautirnar og notuðu við það mismunandi leiðir áður AÐ LæRA AF E IG In KEnnSLU
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.