Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Qupperneq 47

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Qupperneq 47
47 en þeim höfðu verið kenndar nokkrar aðferðir til þess. Þau héldu áfram að nota þessar leiðir í nokkur ár eftir að þau höfðu fengið formlega kennslu (Carpenter og Moser, 1984; Carpenter, Fennema, Franke, Levi og Empson, 1999). í framhaldi af þessum fyrstu niðurstöðum voru gerðar fleiri rannsóknir á því hvernig börn skilja og leysa þrautir og þróun skilnings þeirra á tölum og reikniaðgerð- um kortlögð. Bæði var skoðað hvernig nemendur skilja þrautir af mismunandi gerð og eins hvernig lausnaleiðir þeirra þróast frá hlutbundinni vinnu yfir í huglæga. í rannsóknunum kom í ljós að börn sem fá tækifæri til að leysa þrautir með sínum eigin aðferðum þróa með sér lausnaleiðir sem ákvarðast af fyrri reynslu þeirra og þroska- stigi og þetta ferli er mjög líkt hjá öllum börnum. Ung börn nota hlutbundnar aðferðir og þurfa að gera sér einhvers konar líkan af þrautinni með því að nota hluti, fingur eða skýringarmyndir. Næsta stig er svo að nota talningu án þess að gera sér líkan. Með því að vinna með tölur læra börnin ákveðnar staðreyndir um þær sem þau geta nýtt sér þegar tölur sem þau endurþekkja koma fyrir í þrautum. v­ið endurtekna reynslu fara þau svo að geta ályktað út frá þessari þekkingu og nýtt sér það að vita að 15 og 15 eru jafnt og 30 til að geta fundið út hve marga liti anna á ef hún hefur 17 í pennaveskinu sínu og 15 liggja á borðinu. Þessi þróun er þó langt frá því að vera samfellt ferli. Barn sem getur notað þekktar staðreyndir eða jafnvel ályktað út frá þeim við lausn á einföldum þrautum með lágum tölum getur þurft að gera sér líkan af þraut sem er af flókinni gerð og/eða með háum tölum. Lítil börn og börn með litla reynslu af að vinna með tölur velja fremur að gera sér líkan af þrautinni en að nota þróaðri aðferðir. Með aukinni þjálfun fara börnin þó að velja leiðir sem gera þeim kleift að vera fljót að finna lausn. Þrautir sem ekki er auð- velt að gera sér líkan af eru erfiðari en þær sem auðvelt er að sjá fyrir sér í huganum (Carpenter, Fennema og Franke, 1995; Carpenter o.fl., 1999; Jónína v­ala Kristindóttir, 2004). Niðurstöður ofangreindra rannsókna voru mér afar gagnlegar við kennsluna. Þær hjálpuðu mér við að greina nám nemenda minna mun betur en ég hafði verið fær um áður og auðvelduðu mér að laga kennsluna að þörfum hvers og eins. Ranns­óknir­ á þr­óun kennar­a í s­tar­fi Niðurstöður rannsóknanna í Wisconsin, sem greint er frá hér að framan, hafa haft víð- tæk áhrif á hugmyndir manna um hvernig hugsun barna um tölur og reikniaðgerðir þróast. Ákveðið var að kynna kennurum þær til þess að þeir gætu nýtt sér þær við kennslu sína. Haldin voru námskeið þar sem bæði hugmyndafræðin sem byggt var á við rannsóknirnar og niðurstöður þeirra voru kynntar kennurum. Fylgst var með hluta þeirra kennara sem þátt tóku í námskeiðunum og kannað hvernig þeim gekk að nýta sér þekkingu á lausnaleiðum barnanna og hvernig skilningur þeirra við reikn- ingsnámið þróast (Fennema, Carpenter, Franke og Carey, 1993; Knapp og Peterson, 1995). Eins og fram hefur komið gafst mér kostur á að taka þátt í einu slíku námskeiði og varð það mér hvati til að kynna mér einnig rannsóknir á reynslu annarra kennara af að byggja stærðfræðikennslu sína á skilningi nemenda sinna. Rannsóknin á þróun stærðfræðikennslu kennara gengur undir heitinu Cog­nit­ivel­y JÓnÍnA VALA KRISTInSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.